Brexit-ráðherra segir af sér Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2018 09:26 Dominic Raab yfirgefur Downingstræti 10. EPA/ANDY RAIN Dominic Raab, Brexit-ráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna samningsdraga sem eru nú til umræðu. Hann segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin og nefnir fyrir því tvær ástæður. Raab segir samningsdrögin, eins og þau snúa að Norður-Írlandi, í raun ógna samheldni konungsveldisins. Hin ástæðan var sú að það væri óásættanlegt að Evrópusambandið hefði neitunarvald um það hvort Bretar gætu í raun slitið sig að fullu frá sambandinu. Þar að auki sagði Raab í yfirlýsingu sinni að hann gæti ekki séð að skilyrði draganna standist þau loforð sem ríkisstjórnin gaf bresku þjóðinni. Raab birti bréfið sem hann sendi Theresu May, forsætisráðherra á Twitter um skömmu fyrir níu í morgun.Today, I have resigned as Brexit Secretary. I cannot in good conscience support the terms proposed for our deal with the EU. Here is my letter to the PM explaining my reasons, and my enduring respect for her. pic.twitter.com/tf5CUZnnUz — Dominic Raab (@DominicRaab) November 15, 2018 May tilkynnti í gær að hún hefði tryggt sér stuðning ráðherra ríkisstjórnar sinnar, eftir fimm klukkustunda ráðherrafund. Fjölmiðlar í Bretlandi segja þó nokkra ráðherra hafa mótmælt samningsdrögunum harðlega og einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir íhuga að leggja fram vantrauststillögu gegn henni. Raab er tuttugasti ráðherrann sem segir af sér á undanförnum tveimur árum. Talið er að afsögn hans muni leiða til fleiri afsagna í ríkisstjórn May. Owen Smith, þingmaður Verkamannaflokksins, segir afsögn Raab segja allt sem segja þurfi um drögin. Raab hafi tekið þátt í samningsviðræðunum og hjálpað við að kynna drögin öðrum ráðherrum. Hann kallaði eftir því að May boðaði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Esther McVey, lágt settur ráðherra í ríkisstjórninni, hefur einnig sagt af sér. Í bréfi hennar til May sagði hún mikilvægt að tryggja að farið yrði eftir vilja þjóðarinnar og slíta tengsl Bretlands við ESB. Hún sagði þau samningsdrög sem nú eru til umræðu ekki gera það.Earlier this morning I informed the Prime Minister I was resigning from her Cabinet pic.twitter.com/ZeBkL5n2xH — Esther McVey (@EstherMcVey1) November 15, 2018 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Dominic Raab, Brexit-ráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna samningsdraga sem eru nú til umræðu. Hann segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin og nefnir fyrir því tvær ástæður. Raab segir samningsdrögin, eins og þau snúa að Norður-Írlandi, í raun ógna samheldni konungsveldisins. Hin ástæðan var sú að það væri óásættanlegt að Evrópusambandið hefði neitunarvald um það hvort Bretar gætu í raun slitið sig að fullu frá sambandinu. Þar að auki sagði Raab í yfirlýsingu sinni að hann gæti ekki séð að skilyrði draganna standist þau loforð sem ríkisstjórnin gaf bresku þjóðinni. Raab birti bréfið sem hann sendi Theresu May, forsætisráðherra á Twitter um skömmu fyrir níu í morgun.Today, I have resigned as Brexit Secretary. I cannot in good conscience support the terms proposed for our deal with the EU. Here is my letter to the PM explaining my reasons, and my enduring respect for her. pic.twitter.com/tf5CUZnnUz — Dominic Raab (@DominicRaab) November 15, 2018 May tilkynnti í gær að hún hefði tryggt sér stuðning ráðherra ríkisstjórnar sinnar, eftir fimm klukkustunda ráðherrafund. Fjölmiðlar í Bretlandi segja þó nokkra ráðherra hafa mótmælt samningsdrögunum harðlega og einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir íhuga að leggja fram vantrauststillögu gegn henni. Raab er tuttugasti ráðherrann sem segir af sér á undanförnum tveimur árum. Talið er að afsögn hans muni leiða til fleiri afsagna í ríkisstjórn May. Owen Smith, þingmaður Verkamannaflokksins, segir afsögn Raab segja allt sem segja þurfi um drögin. Raab hafi tekið þátt í samningsviðræðunum og hjálpað við að kynna drögin öðrum ráðherrum. Hann kallaði eftir því að May boðaði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Esther McVey, lágt settur ráðherra í ríkisstjórninni, hefur einnig sagt af sér. Í bréfi hennar til May sagði hún mikilvægt að tryggja að farið yrði eftir vilja þjóðarinnar og slíta tengsl Bretlands við ESB. Hún sagði þau samningsdrög sem nú eru til umræðu ekki gera það.Earlier this morning I informed the Prime Minister I was resigning from her Cabinet pic.twitter.com/ZeBkL5n2xH — Esther McVey (@EstherMcVey1) November 15, 2018
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00
Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40