Tottenham hefur þurft að spila heimaleiki sína í vetur á Wembley leikvanginum alveg eins og í fyrravetur á meðan það er verið að klára leikvanginn sem var byggður á sama stað og White Hart Lane var.
Leikvangurinn er kallaður Tottenham Hotspur Stadium eins og er en það má búast við að hann fái nýtt nafn áður en kemur að fyrsta leik.
The laying of the grass pitch at our new home is complete. #SpursNewStadiumpic.twitter.com/LhJrrXiOEz
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) October 4, 2018
Það hafa orðið talsverðar tafir á byggingu nýja leikvangsins en hér fyrir neðan má sjá nýtt myndband sem var tekið af nýja heimavelli Tottenham Hotspur í þessari viku.
Fyrsti leikurinn átti upphaflega að verða leikur á móti Liverpool í september síðastliðnum en nú þurfa stuðningsmenn Tottenham að bíða eitthvað fram á árið 2019 eftir fyrsta leik.
Soon. #SpursNewStadiumpic.twitter.com/8z4PjusXbV
— Cam. (@fxyth) November 16, 2018
Þar má sjá að það er ekki mikið eftir en enn er verið að vinna í allskyns smáatriðum.
Hér fyrir neðan má sjá myndband sem var tekið úr lofti í kringum nýja leikvanginn í norður Lundúnum.