Hylltur sem hetja eftir að hafa ráðist að byssumanni með ryksugu og kústi Sylvía Hall skrifar 5. nóvember 2018 18:17 Joshua Quick var hetja margra á föstudag þegar hann réðst að byssumanninum. Skjáskot Tveir létust þegar byssumaður hóf skothríð í jógastöð í Tallahassee í Flórída á föstudag. Árásarmaðurinn, fertugur karlmaður að nafni Paul Beierle, svipti sig lífi eftir að hafa skotið sex manns. Maður að nafni Joshua Quick var þó bjargvættur margra þegar hann glímdi við árásarmanninn þegar skotvopnið virtist bilað. Hann greip ryksugu sem var í salnum og sló Beierle í höfuðið sem sló Quick til baka í andlitið með vopninu. Eftir höggið frá Beierle féll Quick í jörðina en spratt fljótlega á fætur. „Ég sótti það eina sem ég fann annað en ryksuguna sem var kústur og sló hann í höfuðið með honum,“ sagði Quick í samtali við Good Morning America.Yoga studio shooting hero shares his story: reveals how he confronted gunman in deadly attack: https://t.co/VCO5LgLT1j@ztkiesch has the story. pic.twitter.com/fiTbEiGvPO — Good Morning America (@GMA) 4 November 2018 Hugrekki sem bjargaði lífi margra Áflogin milli mannanna urðu til þess að margir náðu að flýja salinn og hafa margir þakkað Quick fyrir hugrekkið. Án hans væru þau ekki á lífi. Daniela Garcia Albalat, einn iðkendanna, var skotin í lærið í jógatímanum en náði að koma sér út þegar Quick réðst að árásarmanninum. Hún segir hann hafa bjargað lífi sínu þegar hún hélt fyrir víst að hún myndi deyja. Tvær konur, 21 árs og 61 árs, létust í árásinni og voru þær báðar iðkendur í tímanum á föstudag. Lögregluyfirvöld hafa ekki gefið út hvað þeir gruna að liggi að baki árásinni en margir hafa dregið þá ályktun frá Facebook-færslum árásarmannsins að kvenfyrirlitning hafi verið helsta ástæða hennar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð í jógastöð og myrti tvo Árásarmaðurinn hóf skothríð á iðkendur í jógastöð í höfuðborg Flórídaríkis í gærkvöldi. 3. nóvember 2018 10:46 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Tveir létust þegar byssumaður hóf skothríð í jógastöð í Tallahassee í Flórída á föstudag. Árásarmaðurinn, fertugur karlmaður að nafni Paul Beierle, svipti sig lífi eftir að hafa skotið sex manns. Maður að nafni Joshua Quick var þó bjargvættur margra þegar hann glímdi við árásarmanninn þegar skotvopnið virtist bilað. Hann greip ryksugu sem var í salnum og sló Beierle í höfuðið sem sló Quick til baka í andlitið með vopninu. Eftir höggið frá Beierle féll Quick í jörðina en spratt fljótlega á fætur. „Ég sótti það eina sem ég fann annað en ryksuguna sem var kústur og sló hann í höfuðið með honum,“ sagði Quick í samtali við Good Morning America.Yoga studio shooting hero shares his story: reveals how he confronted gunman in deadly attack: https://t.co/VCO5LgLT1j@ztkiesch has the story. pic.twitter.com/fiTbEiGvPO — Good Morning America (@GMA) 4 November 2018 Hugrekki sem bjargaði lífi margra Áflogin milli mannanna urðu til þess að margir náðu að flýja salinn og hafa margir þakkað Quick fyrir hugrekkið. Án hans væru þau ekki á lífi. Daniela Garcia Albalat, einn iðkendanna, var skotin í lærið í jógatímanum en náði að koma sér út þegar Quick réðst að árásarmanninum. Hún segir hann hafa bjargað lífi sínu þegar hún hélt fyrir víst að hún myndi deyja. Tvær konur, 21 árs og 61 árs, létust í árásinni og voru þær báðar iðkendur í tímanum á föstudag. Lögregluyfirvöld hafa ekki gefið út hvað þeir gruna að liggi að baki árásinni en margir hafa dregið þá ályktun frá Facebook-færslum árásarmannsins að kvenfyrirlitning hafi verið helsta ástæða hennar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð í jógastöð og myrti tvo Árásarmaðurinn hóf skothríð á iðkendur í jógastöð í höfuðborg Flórídaríkis í gærkvöldi. 3. nóvember 2018 10:46 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Hóf skothríð í jógastöð og myrti tvo Árásarmaðurinn hóf skothríð á iðkendur í jógastöð í höfuðborg Flórídaríkis í gærkvöldi. 3. nóvember 2018 10:46