Erlent

Fannst látinn í rústum húsanna í Marseille

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarlið stóð fyrir mikilli leit í rústunum bæði í gær og nótt.
Björgunarlið stóð fyrir mikilli leit í rústunum bæði í gær og nótt. AP/Claude Paris
Líkamsleifar manns hafa fundist í rústum húsanna þriggja sem hrundu í miðborg frönsku hafnarborgarinnar Marseille í gær.

Björgunarlið stóð fyrir mikilli leit í rústunum bæði í gær og nótt. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, segir að milli fimm og átta manna sé enn saknað. Guardian segir frá.

„Það mikilvægasta er að bjarga lífum. Þegar við hófum björgunarstarf fundum við nokkrar loftleiðir í rústunum sem þýðir að enn er von um að finna fólk á lífi,“ segir Castener sem er staddur í Marseille.

Ekki liggur fyrir um ástæður þess að byggingarnar hrundu, en vitað er að þær voru í slæmu ástandi og voru stórar sprungur á framhlið hússins.

Borgaryfirvöld í Marseille hafa síðan 2015 unnið að því að gera endurbætur á byggingum í miðborginni. Samkvæmt skýrslu frá 2015 búa 100 þúsund manns í byggingum þar sem öryggi er talið ábótavant.

Uppfært 13:13:

Lögregla í Frakklandi hefur staðfest að annað lík hafi fundist í rústum húsanna. Þetta kemur fram í frétt Sky News.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×