Fótbolti

Saga brasilíska morðingjans virðist ekki halda vatni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Daniel Correa.
Daniel Correa. vísir/getty

Lögreglan í Brasilíu hefur gefið frá sér meiri upplýsingar um morðið skelfilega á Daniel Correa, leikmanni Sao Paulo. Svo virðist vera sem saga morðingjans sé ekki alveg sönn.

Sá sem hefur játað á sig morðið er viðskiptamaðurinn Edison Brittes en hann myrti ekki bara Correa heldur skar hann líka nánast af honum hausinn og kynfærin.

Brittes segist hafa verið að verja konu sína sem Correa hafi reynt að nauðga í afmælisveislu dóttur þeirra. Eiginkonan og dóttirinn hafa staðfest þá sögu en önnur vitni í teitinu gera það ekki. Þau segja líka að Brittes hafi verið í sambandi við þau til þess að segja söguna eins og hann vill hafa hana.

Eitt vitnið segist hafa séð Brittes draga Correa niður töppurnar í húsinu og út í garð. Það hafi ekki leynt sér að á hann hafi verið ráðist.  Sama vitni sá Brittes yfirgefa húsið með stóran hníf í hendinni og að hann hafi meinað fólkinu að hringja í neyðarlínuna.

Annað vitni sá líka þegar Correa var dreginn út í garð og það heyrði hann kalla eftir hjálp. „Getur einhver hjálpað mér? Ég vil ekki ekki deyja,“ á Correa að hafa sagt með veikri röddu.

Ekki eru því öll kurl komin til grafar í þessu hræðilega morðmáli.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.