Fótbolti

Sendi skilaboð á WhatsApp rétt áður en hann var myrtur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Daniel Correa var 24 ára gamall.
Daniel Correa var 24 ára gamall. vísir/getty

Morðið hrikalega á leikmanni brasilíska liðsins Sao Paulo, Daniel Correa, hefur tekið nýja stefnu eftir að morðinginn sagði frá ástæðu þess að hann hefði myrt Correa.

Sá heitir Edson Brittes Jr. og er viðskiptamaður. Hann segist hafa fundið Correa upp í rúmi hjá eiginkonu sinni sem hafi ætlað að nauðga henni.

„Ég opna hurðina. Hann er ofan á henni og hún öskrandi á hjálp. Það sem ég gerði í kjölfarið er eitthvað sem allir menn hefðu gert fyrir konurnar í Brasilíu,“ sagði Brittes Jr.

Þetta átti sér stað í 18 ára afmælispartíi dóttur Brittes. Öll fjölskyldan hefur verið hneppt í gæsluvarðhald í mánuð. Lík Correa fannst illa leikið. Það var næstum búið að afhöfða leikmanninn og kynfæri hans voru sundurskorin.

Nú hefur komið í ljós að Correa hafði sent vini sínum myndir og skilaboð á WhatsApp kvöldið örlagaríka. Þar liggur hann upp í rúmi hjá eiginkonu Brittes sem er sofandi. Í skilaboðunum segist hann ætla að sænga hjá móður afmælisbarnsins.

Vinur hans varar hann við því að láta verða af þeirri fyrirætlan. Correa virðist vera sama og kveður. Það var í síðasta sinn sem hann skrifaði í appið. Myndirnar og skilaboðin má sjá hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.