Erlent

Meira til Jemens

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Skortur á mat, hreinu vatni og eldsneyti hefur mikil áhrif á daglegt líf fólks í Jemen.
Skortur á mat, hreinu vatni og eldsneyti hefur mikil áhrif á daglegt líf fólks í Jemen. Rauði krossinn

Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) ætlar að tvöfalda matargjafir til Jemens og þannig sjá fjórtán milljónum fyrir mat. Þetta sagði í tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í gær.

„Matargjafir WFP og hjálparsamtaka hafa verið mikilvægar í baráttunni gegn því að hungursneyð verði í landinu en allt bendir nú til þess að frekari aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir að fjöldi svelti í landinu,“ sagði í tilkynningunni. Aukinheldur sagði að stærsta hungurkrísa heims væri nú í Jemen. Milljónir væru á barmi hungursneyðar.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.