Erlent

Tókst að aðskilja síamstvíbura

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Síamstvíburar eru afar sjaldgæfir en myndin er tekin þegar verið var að aðskilja síamstvíbura á Spáni.
Síamstvíburar eru afar sjaldgæfir en myndin er tekin þegar verið var að aðskilja síamstvíbura á Spáni. vísir/epa

Skurðlæknum í Ástralíu hefur tekist að aðskilja fimmtán mánaða gamla síamstvíbura frá smáríkinu Bhutan.

Aðgerðin tók sex klukkutíma en systurnar Nima og Dawa Pelden voru samvaxnar á búk og deildu lifur.

Læknar segja að aðgerðin hafi heppnast fullkomlega og að stúlkurnar sjái nú fram á eðlilegt líf í framtíðinni.

Síamstvíburar eru afar sjaldgæfir en talið er að slíkt gerist í einni af tvöhundruðþúsund fæðingum. Að auki fæðast flest slík börn andvana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.