Enski boltinn

Mourinho: Við erum ekki lið sem gefst upp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho á fundinum í morgun.
Mourinho á fundinum í morgun. vísir/getty

Það var óvenju létt yfir Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, á blaðamannafundi sínum í dag enda svífur hann enn um á bleiku skýi eftir stórkostlegan sigur sinna manna á Juventus í vikunni.

„Við erum ekki lið sem gefst upp. Við erum lið sem finnur alltaf leið til þess að koma til baka. Stundum náum við að snúa úrslitum okkur í hag en stundum gengur það ekki,“ segir Mourinho.

„Það er mikill baráttuandi í okkar hópi en stundum er það ekki nóg. Við verðum að fækka mörkum sem við fáum á okkur og verðum líka að byrja leikina betur en við höfum verið að gera til þessa.

„Við gerðum það gegn Juve og stýrðum leiknum fyrstu 15-20 mínúturnar. Svo fengum við á okkur mark á 60. mínútu eða álíka en gáfumst ekki upp.“

Um helgina er risaleikur hjá Man. Utd er liðið sækir Man. City heim. City hefur verið milli tannanna á fólki vegna umfjöllunar Der Spiegel um félagið en Mourinho vildi lítið tala um það.

„Man. City er mjög öflugt lið. Ég get ekki verið að tjá mig um hluti hjá þeim á meðan ég einbeiti mér að mínu starfi. Ég get aftur á móti talað um gæðin þeirra á vellinum sem eru mikil. Til að fá mikil gæði þarf að fjárfesta,“ sagði Portúgalinn.

„Ég vil ekki tala um stöðuna eins og hún verður kannski eftir leikinn. Ég get bara hugsað um leikinn sem er nógu erfitt verkefni. Þetta er gríðarlega erfitt verkefni og ég veit að þeir líta ekki á þetta sem auðveldan leik fyrir þá.“


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.