Enski boltinn

Pogba ekki með gegn City?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba gæti verið í fríi um helgina.
Pogba gæti verið í fríi um helgina. vísir/getty

Óvíst er hvort að Paul Pogba verði með Manchester United sem mætir grönnunum í City i nágrannaslag á sunnudaginn.

Hinn 25 ára gamli Pogba spilaði allan leikinn er United hafði betur gegn fyrrum samherjum Pogba í Juventus, 2-1. Leikið var í Tórínó í vikunni.

Pogba æfði ekki með United í dag sem mætir City í stórleik helgarinnar en leikið verður á Etihad leikvanginum á sunnudaginn.

United vonast eftir því að meiðslin séu smávægileg og að hann hafi æft undir handleiðslu sjúkraþjálfara á æfingasvæði United í dag.

Óvíst er hvort að belgíski framherjinn Romelu Lukaku verði klár í slaginn á sunnudaginn en hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna daga og vikur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.