Erlent

Hundruðir halda áfram ferð sinni að landamærunum

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Flóttamennirnir hvíla sig.
Flóttamennirnir hvíla sig. AP/Rebecca Blackwell
Um fimm hundruð flóttamanna héldu í dag frá Mexíkóborg í átt að landamærum Bandaríkjanna. Þúsundir bíða enn færis til þess að komast yfir. Hópurinn byrjaði á því að taka neðanjarðarlest nyrst í borgina og fóru svo gangandi með fram hraðbraut í lögreglufylgd. Fyrir marga var þetta í fyrsta skiptið sem þau nýttu sér almenningssamgöngur. Margir gerðu sér heldur ekki grein fyrir þeirri löngu ferð sem beið þeirra. Um 2,800 kílómetrar eru frá Mexíkóborg til Tijuana þangað sem hópurinn stefnir.

29 ára gamall pípari, Carlos Castanaza frá Guatemala, er einn af þeim sem er í hópnum. Hann var rekinn úr landi fyrir að hafa keyrt án réttinda, en þá hafði hann unnið í áratug í Connecticut. Hann er orðinn óþreyjufullur að komast til barna sinna sem bæði eru fædd í Bandaríkjunum.

Hópurinn vonaðist til þess að komast til Queretaro sem er um 170 kílómetra frá Mexíkóborg áður en að myrkur skellur á í kvöld. Flestir eru að flýja fátækt, ofbeldi og atvinnuleysi í heimalandi sínu og vonast til þess að finna sér betra líf og önnur tækifæri í nýju landi, annað hvort í Mexíkó eða Bandaríkjunum. Aðrir vonast til þess að geta sótt um hæli.

 

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.