Til skoðunar að setja þak á leiguverð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. október 2018 11:30 Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. Um fimmtíu þúsund fullorðnir eru á leigumarkaði hér á landi en rúmlega tuttugu prósent þeirra telja líkur á að missa húsnæði sitt. Þá telur ríflega fjórðungur tekjulágra sig búa við of þunga byrði húsnæðiskostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og könnun Íbúðarlánasjóðs. Á Húsnæðisþingi sem haldið var á Hilton sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra von á tillögum til að styrkja stöðu þeirra sem eru á leigumarkaði í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. „Ég á von á því að það komi niðurstaða í þetta mál í byrjun nýs árs og í framhaldinu sé hægt að koma því til framkvæmda,“ segir hann. Aðspurður segir hann til skoðunar að setja þak á leiguverð. „Það er allt til skoðunar í þessu samhengi en staða leigutaka er algjörlega óboðleg hér á landi,“ segir hann. Margrét Kristín Blöndal formaður samtaka leigjenda tekur undir þessa lausn. „Staða leigjenda hefur aldrei verið verri. Það vantar löggjöf um málefni þeirra og þak eða gólf varðandi leiguverðið en gróðrarhyggjan er alveg gegndarlaus hér á landi,“ segir hún. Ásmundur Einar félagsmálaráðherra segir að verið sé að vinna að tillögum til að styrkja stöðu fyrstu kaupenda og aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni. Þá eigi að kalla til sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu til að auka lóðaframboð. Þörf sé á mikilli uppbyggingu á næstu árum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir var ein af þeim sem steig í pontu á Húsnæðisþinginu en hún kynnti sig sem manneskju sem væri ekki sama um húsnæðisvandann. „Þið verðið ágætu stjórnvöld að fara að grípa í taumanna og gera eitthvað fyrir fólkið í landinu svo það eigi eitthvað líf,“ segir Ólafía. Húsnæðismál Tengdar fréttir Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53 Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. Um fimmtíu þúsund fullorðnir eru á leigumarkaði hér á landi en rúmlega tuttugu prósent þeirra telja líkur á að missa húsnæði sitt. Þá telur ríflega fjórðungur tekjulágra sig búa við of þunga byrði húsnæðiskostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og könnun Íbúðarlánasjóðs. Á Húsnæðisþingi sem haldið var á Hilton sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra von á tillögum til að styrkja stöðu þeirra sem eru á leigumarkaði í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. „Ég á von á því að það komi niðurstaða í þetta mál í byrjun nýs árs og í framhaldinu sé hægt að koma því til framkvæmda,“ segir hann. Aðspurður segir hann til skoðunar að setja þak á leiguverð. „Það er allt til skoðunar í þessu samhengi en staða leigutaka er algjörlega óboðleg hér á landi,“ segir hann. Margrét Kristín Blöndal formaður samtaka leigjenda tekur undir þessa lausn. „Staða leigjenda hefur aldrei verið verri. Það vantar löggjöf um málefni þeirra og þak eða gólf varðandi leiguverðið en gróðrarhyggjan er alveg gegndarlaus hér á landi,“ segir hún. Ásmundur Einar félagsmálaráðherra segir að verið sé að vinna að tillögum til að styrkja stöðu fyrstu kaupenda og aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni. Þá eigi að kalla til sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu til að auka lóðaframboð. Þörf sé á mikilli uppbyggingu á næstu árum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir var ein af þeim sem steig í pontu á Húsnæðisþinginu en hún kynnti sig sem manneskju sem væri ekki sama um húsnæðisvandann. „Þið verðið ágætu stjórnvöld að fara að grípa í taumanna og gera eitthvað fyrir fólkið í landinu svo það eigi eitthvað líf,“ segir Ólafía.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53 Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36
Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43
„Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53
Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30