Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2018 08:36 Um 75 prósent allra Airbnb íbúða í Reykjavík eru staddar í miðbæ, hlíðum og vesturbæ. Fréttablaðið/Eyþór Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af ættingjum og vinum telja samningsstöðu sína betri og eru ánægðari með húsnæðið en aðrir.Þetta kemur fram í nýrri könnun sem leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs lét framkvæma og náði til handahófskennds úrtaks leigjenda af landinu öllu að því er segir í tilkynningu. Á meðal þess sem kemur í ljós er að langflestir leigja af einstaklingi á almennum markaði, eða 35 prósent leigjenda. Tæpur fjórðungur leigir af ættingjum og vinum. Svo virðist einnig sem að fáir vilji vera á leigumarkaði en í könnuninni sögðust einungis átta prósent leigjenda vilja vera á leigumarkaði og langflestir, eða 86 prósent leigjenda, vilja búa í eigin húsnæði. Þrátt fyrir þetta telja aðeins 40 prósent öruggt eða líklegt að þeir kaupi sér sitt eigið húsnæði næst þegar skipt er um búsetu. Íbúðarlánasjóður telur að könnunin sýni að leigjendur hafi að meðaltali flutt 3,8 sinnum á síðustu tíu árum og 1,6 sinnum á síðustu þremur árum. Þeir sem eru með lægstu tekjurnar hafa flutt oftast. Algengast er að leigusamningar séu í upphafi eitt til tvö ár að lengd. Tæplega helmingur leigjenda sér fáa eða enga kosti við það að leigja að því er fram kemur í könnuninni. Þegar leigjendur voru spurðir um helstu gallana við að leigja nefndu 72 prósent háa leigu. Nær allir, eða 92 prósent sögðust telja óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi. Einungis þrjú prósent leigjenda telja það hagstætt en í samskonar könnun Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins fyrir þremur árum töldu fimm prósent það hagstætt.Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í dag á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins á Hilton Reykjavík Nordica. Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af ættingjum og vinum telja samningsstöðu sína betri og eru ánægðari með húsnæðið en aðrir.Þetta kemur fram í nýrri könnun sem leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs lét framkvæma og náði til handahófskennds úrtaks leigjenda af landinu öllu að því er segir í tilkynningu. Á meðal þess sem kemur í ljós er að langflestir leigja af einstaklingi á almennum markaði, eða 35 prósent leigjenda. Tæpur fjórðungur leigir af ættingjum og vinum. Svo virðist einnig sem að fáir vilji vera á leigumarkaði en í könnuninni sögðust einungis átta prósent leigjenda vilja vera á leigumarkaði og langflestir, eða 86 prósent leigjenda, vilja búa í eigin húsnæði. Þrátt fyrir þetta telja aðeins 40 prósent öruggt eða líklegt að þeir kaupi sér sitt eigið húsnæði næst þegar skipt er um búsetu. Íbúðarlánasjóður telur að könnunin sýni að leigjendur hafi að meðaltali flutt 3,8 sinnum á síðustu tíu árum og 1,6 sinnum á síðustu þremur árum. Þeir sem eru með lægstu tekjurnar hafa flutt oftast. Algengast er að leigusamningar séu í upphafi eitt til tvö ár að lengd. Tæplega helmingur leigjenda sér fáa eða enga kosti við það að leigja að því er fram kemur í könnuninni. Þegar leigjendur voru spurðir um helstu gallana við að leigja nefndu 72 prósent háa leigu. Nær allir, eða 92 prósent sögðust telja óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi. Einungis þrjú prósent leigjenda telja það hagstætt en í samskonar könnun Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins fyrir þremur árum töldu fimm prósent það hagstætt.Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í dag á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins á Hilton Reykjavík Nordica.
Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira