„Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2018 14:53 Steinunn Steinþórsdóttir í pontu á Húsnæðisþingi á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Vísir/vilhelm Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. Hún sagði mikilvægt að byggðar yrðu minni íbúðir, sem henti þörfum ungs fólks. Steinunn er kennari á Egilsstöðum og hefur einnig starfað með félagasamtökunum Ungt Austurland, sem vilja m.a. gera landshlutann að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólki. Erindi Steinunnar á þinginu í dag bar titilinn „Að búa utan suðvesturhornsins“.Kostur að hafa ekkert H&M Steinunn hefur búið á Egilsstöðum síðastliðin tvö ár en er uppalin í Garðabæ. Hún sagði þörfina til að prófa eitthvað nýtt hafa orðið til þess að hún flutti út á land, auk þess sem hana langaði að losna við stressið sem fylgir umferðinni í höfuðborginni. Steinunn sagði Egilsstaði góðan búsetukost fyrir ungt fólk og að þar sé frábært að búa. Stutt sé í alla þjónustu, enginn eyði tíma sínum í umferðarteppum til og frá vinnu og þá séu freistingar færri, með tilheyrandi peningasparnaði. „Það er ekki kaffihús á hverju strái, H&M er ekki með útibú, og ég tala nú ekki um að komast ekki í búð á ókristilegum tíma þar sem allar verslanir loka klukkan sjö.“ Ekki hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið Staðreyndin sé hins vegar sú að á Egilsstöðum vanti húsnæði til leigu og kaupa, sérstaklega fyrir ungt fólk. Steinunn sagði að húsin sem stæðu fólki til boða væru mörg gömul og í slæmu ásigkomulagi, og nýbyggingar væru nær allar í kringum 200 fermetrar. Þannig sé ekki verið að svara þörfum unga fólksins. „Það er nánast óásættanlegt því það vantar fólk til starfa hjá mörgum fyrirtækjum.“ Þá sé einnig fátt um fína drætti ef fólk hyggst stækka við sig, og sagði Steinunn það eina ástæðuna fyrir því að læknar og annað heilbrigðisfólk haldist ekki í starfi úti á landi. Steinunn benti jafnframt á að ekki væri hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið, auk þess sem þangað sé oft erfitt að sækja tækifærin sökum íbúðaverðs. Hún kallaði eftir því að íbúðarhúsnæði yrði byggt í auknum mæli á landsbyggðinni, og þá sérstaklega íbúðir í hóflegri stærð sem henti ungu fólki. „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið.“ Fljótsdalshérað Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjölmennt húsnæðisþing á Hilton Stjórnvöld boða til húsnæðisþings í samræmi við nýsamþykkt lög þess efnis. 30. október 2018 09:45 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. Hún sagði mikilvægt að byggðar yrðu minni íbúðir, sem henti þörfum ungs fólks. Steinunn er kennari á Egilsstöðum og hefur einnig starfað með félagasamtökunum Ungt Austurland, sem vilja m.a. gera landshlutann að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólki. Erindi Steinunnar á þinginu í dag bar titilinn „Að búa utan suðvesturhornsins“.Kostur að hafa ekkert H&M Steinunn hefur búið á Egilsstöðum síðastliðin tvö ár en er uppalin í Garðabæ. Hún sagði þörfina til að prófa eitthvað nýtt hafa orðið til þess að hún flutti út á land, auk þess sem hana langaði að losna við stressið sem fylgir umferðinni í höfuðborginni. Steinunn sagði Egilsstaði góðan búsetukost fyrir ungt fólk og að þar sé frábært að búa. Stutt sé í alla þjónustu, enginn eyði tíma sínum í umferðarteppum til og frá vinnu og þá séu freistingar færri, með tilheyrandi peningasparnaði. „Það er ekki kaffihús á hverju strái, H&M er ekki með útibú, og ég tala nú ekki um að komast ekki í búð á ókristilegum tíma þar sem allar verslanir loka klukkan sjö.“ Ekki hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið Staðreyndin sé hins vegar sú að á Egilsstöðum vanti húsnæði til leigu og kaupa, sérstaklega fyrir ungt fólk. Steinunn sagði að húsin sem stæðu fólki til boða væru mörg gömul og í slæmu ásigkomulagi, og nýbyggingar væru nær allar í kringum 200 fermetrar. Þannig sé ekki verið að svara þörfum unga fólksins. „Það er nánast óásættanlegt því það vantar fólk til starfa hjá mörgum fyrirtækjum.“ Þá sé einnig fátt um fína drætti ef fólk hyggst stækka við sig, og sagði Steinunn það eina ástæðuna fyrir því að læknar og annað heilbrigðisfólk haldist ekki í starfi úti á landi. Steinunn benti jafnframt á að ekki væri hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið, auk þess sem þangað sé oft erfitt að sækja tækifærin sökum íbúðaverðs. Hún kallaði eftir því að íbúðarhúsnæði yrði byggt í auknum mæli á landsbyggðinni, og þá sérstaklega íbúðir í hóflegri stærð sem henti ungu fólki. „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið.“
Fljótsdalshérað Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjölmennt húsnæðisþing á Hilton Stjórnvöld boða til húsnæðisþings í samræmi við nýsamþykkt lög þess efnis. 30. október 2018 09:45 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Bein útsending: Fjölmennt húsnæðisþing á Hilton Stjórnvöld boða til húsnæðisþings í samræmi við nýsamþykkt lög þess efnis. 30. október 2018 09:45
Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43