Fótbolti

Fyrrum forseti knattspyrnusambands Gana í lífstíðarbann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kwesi er hér að taka við mútunum.
Kwesi er hér að taka við mútunum.
Einn valdamesti maðurinn í afrískum fótbolta, Kwesi Nyantakyi, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta en hann var gripinn glóðvolgur við að þiggja mútur.

FIFA hóf rannsókn á Nyantakyi er blaðamaður myndaði hann við að troða peningum í tösku. Það var hluti af heimildarmynd um spillingu í afrískum fótboltaheimi þar sem ýmislegt misjafnt kom í ljós.

Nyantakyi var mjög valdamikill í Afríku enda ekki bara forseti knattspyrnusambands Gana. Hann var einnig varaforseti afríska knattspyrnusambandsins og í stjórn FIFA.

Hann má hvorki koma nálægt fótbolta í heimalandinu eða annars staðar í heiminum það sem eftir er.

Þetta mál kom upp í upphafi síðasta sumars. Stjórn knattspyrnusambandsins var svo leyst upp af ríkisstjórn þjóðarinnar daginn sem Gana spilaði við Ísland á Laugardalsvelli. Nyantakyi var ekki á staðnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×