Slepptu blaðamannafundi og ræddu ekki við fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 7. júní 2018 23:08 Hið svokallaða "mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli í kvöld þar sem allajafna skylmingar eru stundaðar og spilað bandý. Vísir/Kolbeinn Tumi Landsliðsmenn Gana gáfu ekki kost á viðtölum eftir 2-2 jafnteflið gegn karlalandsliði Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsþjálfarinn mætti ekki á blaðamannafundinn. Ganverjar virtust engan áhuga hafa á því að ræða við blaðamenn eftir leikinn. Leikmenn fara alla jafna í gegnum svokallað „mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli og gefa kost á viðtölum við blaðamenn. Segja má að það sé almenna útgönguleiðin en svo var ekki í kvöld. Leikmenn Íslands mættu hver á fætur öðrum og ræddu við blaðamenn. Í blaðamannafundaherberginu við hliðina á biðu fjölmiðlamenn eftir landsliðsþjálfurunum eins og hefð er fyrir. Heimir Hallgrímsson mætti galvaskur að vanda og svaraði þeim spurningum sem brunnu á blaðamönnum. Kollegi hans, Kwesi Appiah, mætti ekki. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tjáði blaðamönnum að hann myndi ekki mæta.Leikurinn á Laugardalsvelli í kvöld var leikur tveggja hálfleikja. Íslendingar unnu þann fyrri 2-0 en Ganverjar þann síðari með sömu markatölu.Vísir/VilhelmGanverskur fótbolti er í algjörum baklás eftir uppljóstrun BBC þess efnis að mikil spililng tröllríði fótboltanum þar í landi. Bæði hafa dómarar verið sakaðir um að þiggja fé og sömuleiðis forseti knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantaky. Upptökur sem náðust með földum myndavélum sýna Nyantaky þiggja 65 þúsund dollara. Svo virðist sem Nyantaky sé ekki staddur hér á landi með liðinu en forráðamenn KSÍ tjáðu Vísi í dag að þeir hefðu ekki hitt á hann. Ekki væri vitað hvort hans væri að vænta á völlinn í kvöld. Hann hefur enn ekkert tjáð sig um ásakanirnar alvarlegu á hendur sér. Ríkisstjórn Gana leysti Knattspyrnusamband Gana frá völdum í kvöld. Isaac Asiama sagði að ákvörðunin tæki þegar gildi í viðtali við GhanaWeb. Unnið væri að því að koma á fót nýju sambandi. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Gana segir að sambandið muni aðstoða við hverja þá rannsókn sem fari í gang. Heimildarmyndin When Greed and Corruption Become the Norm var afhent yfirvöldum í Gana fyrir um mánuði og fyrst sýnd í dag að því er fram kemur í frétt BBC. Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira
Landsliðsmenn Gana gáfu ekki kost á viðtölum eftir 2-2 jafnteflið gegn karlalandsliði Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsþjálfarinn mætti ekki á blaðamannafundinn. Ganverjar virtust engan áhuga hafa á því að ræða við blaðamenn eftir leikinn. Leikmenn fara alla jafna í gegnum svokallað „mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli og gefa kost á viðtölum við blaðamenn. Segja má að það sé almenna útgönguleiðin en svo var ekki í kvöld. Leikmenn Íslands mættu hver á fætur öðrum og ræddu við blaðamenn. Í blaðamannafundaherberginu við hliðina á biðu fjölmiðlamenn eftir landsliðsþjálfurunum eins og hefð er fyrir. Heimir Hallgrímsson mætti galvaskur að vanda og svaraði þeim spurningum sem brunnu á blaðamönnum. Kollegi hans, Kwesi Appiah, mætti ekki. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tjáði blaðamönnum að hann myndi ekki mæta.Leikurinn á Laugardalsvelli í kvöld var leikur tveggja hálfleikja. Íslendingar unnu þann fyrri 2-0 en Ganverjar þann síðari með sömu markatölu.Vísir/VilhelmGanverskur fótbolti er í algjörum baklás eftir uppljóstrun BBC þess efnis að mikil spililng tröllríði fótboltanum þar í landi. Bæði hafa dómarar verið sakaðir um að þiggja fé og sömuleiðis forseti knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantaky. Upptökur sem náðust með földum myndavélum sýna Nyantaky þiggja 65 þúsund dollara. Svo virðist sem Nyantaky sé ekki staddur hér á landi með liðinu en forráðamenn KSÍ tjáðu Vísi í dag að þeir hefðu ekki hitt á hann. Ekki væri vitað hvort hans væri að vænta á völlinn í kvöld. Hann hefur enn ekkert tjáð sig um ásakanirnar alvarlegu á hendur sér. Ríkisstjórn Gana leysti Knattspyrnusamband Gana frá völdum í kvöld. Isaac Asiama sagði að ákvörðunin tæki þegar gildi í viðtali við GhanaWeb. Unnið væri að því að koma á fót nýju sambandi. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Gana segir að sambandið muni aðstoða við hverja þá rannsókn sem fari í gang. Heimildarmyndin When Greed and Corruption Become the Norm var afhent yfirvöldum í Gana fyrir um mánuði og fyrst sýnd í dag að því er fram kemur í frétt BBC.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00
Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26