Enski boltinn

Stjórnarmenn Chelsea skammast sín eftir lætin á hliðarlínunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho reynir að hjóla í Ianni.
Mourinho reynir að hjóla í Ianni. vísir/getty

Stjórnarmenn Chelsea eru ósáttir og skammast sín eftir að allt sauð upp úr undir lokin í jafntefli Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, þjálfaði Chelsea um árabil og var því mættur á sinn gamla heimavöll þar sem hann vann þrjá Englandsmeistaratitla.

Ross Barkley jafnaði metin fyrir Chelsea í uppbótartíma og þá sauð allt upp úr. Marco Ianni, aðstoðarmaður Maurizio Sarri, ákvað að fagna fyrir framan andlitið á Mourinho og allt varð vitlaust.

Mourinho steig upp úr sæti sínu og reyndi að komast að Ianni en gæslumenn komu í veg fyrir frekari læti. Mikill hamagangur var við hliðarlínuna en ekki urðu frekari átök.

Eftir leikinn er talið að Sarri hafi farið til Mourinho og beðið hann afsökunar en einnig á Ianni að hafa beðið Portúgalann afsökunar á framgöngu sinni á skrifstofu Sarri eftir leik.

Stjórnarmenn Chelsea eru sagðir ósáttir með aðstoðarstjórann. Þeir eru sagðir mjög reiðir og heimildir Sky Sports fréttastofunar segja að þeir skammist sín fyrir framgöngu Ítalans.

Ekki er þó líklegt að Ianni fái stígvélið en líklega hefur hann verið aðvaraður við framgöngu sína á laugardaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.