Fótbolti

Fyrsta snerting Bolt er eins og hjá trampólíni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bolt á ferðinni með Mariners.
Bolt á ferðinni með Mariners. vísir/getty
Fyrrum landsliðsframherji Íra, Andy Keogh sem spilar með Perth í Ástralíu, segir að Usain Bolt geti ekkert í fótbolta og muni ekki ná neinum frama í íþróttinni.

Bolt hefur verið hjá ástralska liðinu CC Mariners síðan í ágúst og er reyna að semja við félagið. Enn vantar peninga til þess að láta dæmið ganga upp en Mariners vill semja við Bolt.

„Hann mun ekki slá í gegn. Það er voða fínt að deildin fái athygli út af honum en það gerir ekkert fyrir mig persónulega,“ sagði Keogh sem spilaði áður með Wolves og Millwall og bætti við.

„Hann hefur sýnt smá takta en að hann sé hérna er smá högg fyrir atvinnumenn deildarinnar. Ég trúi því varla að nokkur segi að hann eigi eitthvað erindi í deildina út af fótboltahæfileikum. Fyrsta snertingin hans er eins og hjá trampólíni og hann mun aldrei verða alvöru fótboltamaður.“


Tengdar fréttir

Knattspyrnudraumur Bolt að rætast?

Draumur spretthlauparans Usain Bolt um knattspyrnuferil virðist vera að rætast þar sem honum hefur nú verið boðinn samningur í Ástralíu.

Bolt ætlar ekki að fara til Möltu

Meistaraliðið á Möltu, Valletta FC, bauð Usain Bolt tveggja ára samning á dögunum. Eftir að hafa skoðað málið aðeins hefur Bolt ákveðið að hafna tilboðinu.

Usain Bolt „á langt í land“

Usain Bolt skoraði fyrstu mörkin sín fyrir atvinnumannalið í fótbolta á dögunum. Varnarmenn andstæðingsins höfðu þó litlar áhyggjur af Ólympíumeistaranum.

Ástralir vilja fá Bolt í lyfjapróf

Fljótasti maður allra tíma, Usain Bolt, er að reyna að komast að sem atvinnumaður í knattspyrnu og þó svo hann sé ekki enn kominn með samning er lyfjaeftirlitið byrjað að elta hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×