Innlent

Reykjanesbraut opin á ný eftir umferðarslys

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hægt er að fara hjáleið um Vallahverfi og Holtahverfi.
Hægt er að fara hjáleið um Vallahverfi og Holtahverfi. Vísir/Vilhelm
Reykjanesbraut var lokað í báðar áttir í morgun vegna umferðarslyss sem varð um miðja vegu milli nýju gatnamótanna við Krísuvíkurveg og gatnamótanna við Strandgötu, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Þrír voru fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Opnað var fyrir umferð um Reykjanesbraut á ný skömmu eftir klukkan átta samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Um var að ræða harðan árekstur tveggja fólksbíla, sem báðir eru ónýtir, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Varðstjóri vissi ekki til þess að fleiri hefðu verið í bílunum.

Slökkvilið hafði lokið nær allri vinnu á vettvangi laust eftir klukkan sjö í morgun en slysið varð skömmu fyrir sex. Vegfarendum var beint um hjáleið um Vallahverfi og Holtahverfi á meðan Reykjanesbraut var lokuð. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×