Enski boltinn

Ranieri: Vichai kom fyrir hvern leik og faðmaði alla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vichai og Ranieri á góðri stundu.
Vichai og Ranieri á góðri stundu. vísir/getty
Claudio Ranieri, fyrrum stjóri Leicester, segist hafa verið í áfalli er hann heyrði af andláti Vichai Srivaddhanaprabha, eiganda Leicester.

Taílendingurinn var einn fimm sem lést í flugslysi fyrir utan leikvang Leicester á laugardagskvöldið en fyrir tveimur og hálfu ári síðar varð Leicester enskur meistari.

Þá var Frakkinn Claudio Ranieri við stjórnvölinn og hann segir að fréttirnar hafi tekið mikið á.

„Ég var í áfalli þegar ég heyrði fréttirnar. Hann var góður maður og var alltaf jákvæður við alla. Það sáu allir hans jákvæðni og eiginleika í að láta alla elska sig,“ sagði Frakkinn.

„Hann kom inn í búningsherbergið einungis til að dreifa hlýjum orðum til allra. Hann kom aldrei með eitthvað neikvætt.“

„Skömmu eftir afmæli mitt kom hann í búnigsherbergið með köku og lét alla syngja afmælissönginn. Allt sem hann snerti varð betra.“

Er Ranieri tók við Leicester segir að hann markmið númer eitt, tvö og þrjú hafi verið að tryggja liðið í deildinni. Það heppnaðist og rúmlega það en liðið varð enskur meistari. Öskubuskuævintýri.

„Ég man eftir því þegar við hittumst í fyrsta skiptið. Þá sá ég strax að hann var fullur af jákvæðni og orku. Mitt starf var að halda þeim í deildinni en allir vita hvað gerðist svo.“

„Vichai var mikilvægur er við unnum deildina því hann kom 30 mínútum fyrir hvern einasta leik til þess að faðma alla.“

„Hann sagði aldrei neitt neikvætt, var alltaf ánægður með bros á vör. Ég er svo miður mín núna. Ég vil senda samúðarkveðjur til fjölskyldu hans,“ sagði Frakkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×