Sprengjuárásin í Manchester: Starfsmenn FBI uppvísir að misferli vegna upplýsinga sem lekið var í NY-Times Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 23:30 Stúlka í Manchester þann 22. maí 2018, ári eftir að árásin var framin. Getty/Leon Neal Fjórir starfsmenn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hafa orðið uppvísir að misferli við meðhöndlun háleynilegra gagna í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester í fyrra. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vegum bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Myndum og öðrum sönnungargögnum, sem breska lögreglan hafði safnað saman í kjölfar árásarinnar, var lekið í bandaríska fjölmiðla. Bandaríska dagblaðið New York Times birti fyrst umræddar myndir sem sýndi m.a. brak úr sprengingunni og blóð úr fórnarlömbum árásarinnar. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir óánægju sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna málsins á sínum tíma.Sjá einnig: Lögregla í Manchester lokar á BandaríkinGreint er frá niðurstöðu rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins á gagnalekanum á vef breska dagblaðsins The Guardian. Þar kemur fram enn sé ekki ljóst hver hafi komið umræddum gögnum í hendur blaðamanna New York Times. Fjórir starfsmenn FBI hafa þó gerst sekir um misferli við meðhöndlun gagnanna, en þvertaka allir fyrir að hafa sent dagblaðinu umræddar upplýsingar. Tveir starfsmannanna fjögurra áframsendu tölvupóst með gögnunum, sem um þúsund starfsmenn FBI fengu sendan frá breskum lögregluyfirvöldum, á persónuleg tölvupóstföng sín. Þriðji starfsmaðurinn áframsendi tölvupóstinn til embættismanns hjá erlendum lögregluyfirvöldum en hafði ekki heimild til slíkrar sendingar. Sá fjórði gerði tilraun til að áframsenda póstinn á persónulegt netfang sitt. Þá kemur einnig fram í rannsókninni að gögnin hafi verið send fjölmörgum bandarískum stofnunum til viðbótar við FBI. Því sé ekki fullvíst að alríkislögreglan hafi lekið umræddum upplýsingum. 23 létust og 59 særðust í sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var á Manchester Arena skömmu eftir tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande þann 22. maí í fyrra. Fjölmörg börn voru á meðal hinna látnu. Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08 Klæddist bol með myndum af fórnarlömbunum Söngkonan Katy Perry var í sérstöku dressi til heiðurs fórnarlömbunum í Manchester á góðgerðatónleikunum um helgina. 6. júní 2017 13:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Theresa May minntist þeirra sem fórust í árásinni í Manchester Sagði árásina viðurstyggilegan heigulshátt. 22. maí 2018 23:49 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Fjórir starfsmenn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hafa orðið uppvísir að misferli við meðhöndlun háleynilegra gagna í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester í fyrra. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vegum bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Myndum og öðrum sönnungargögnum, sem breska lögreglan hafði safnað saman í kjölfar árásarinnar, var lekið í bandaríska fjölmiðla. Bandaríska dagblaðið New York Times birti fyrst umræddar myndir sem sýndi m.a. brak úr sprengingunni og blóð úr fórnarlömbum árásarinnar. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir óánægju sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna málsins á sínum tíma.Sjá einnig: Lögregla í Manchester lokar á BandaríkinGreint er frá niðurstöðu rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins á gagnalekanum á vef breska dagblaðsins The Guardian. Þar kemur fram enn sé ekki ljóst hver hafi komið umræddum gögnum í hendur blaðamanna New York Times. Fjórir starfsmenn FBI hafa þó gerst sekir um misferli við meðhöndlun gagnanna, en þvertaka allir fyrir að hafa sent dagblaðinu umræddar upplýsingar. Tveir starfsmannanna fjögurra áframsendu tölvupóst með gögnunum, sem um þúsund starfsmenn FBI fengu sendan frá breskum lögregluyfirvöldum, á persónuleg tölvupóstföng sín. Þriðji starfsmaðurinn áframsendi tölvupóstinn til embættismanns hjá erlendum lögregluyfirvöldum en hafði ekki heimild til slíkrar sendingar. Sá fjórði gerði tilraun til að áframsenda póstinn á persónulegt netfang sitt. Þá kemur einnig fram í rannsókninni að gögnin hafi verið send fjölmörgum bandarískum stofnunum til viðbótar við FBI. Því sé ekki fullvíst að alríkislögreglan hafi lekið umræddum upplýsingum. 23 létust og 59 særðust í sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var á Manchester Arena skömmu eftir tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande þann 22. maí í fyrra. Fjölmörg börn voru á meðal hinna látnu.
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08 Klæddist bol með myndum af fórnarlömbunum Söngkonan Katy Perry var í sérstöku dressi til heiðurs fórnarlömbunum í Manchester á góðgerðatónleikunum um helgina. 6. júní 2017 13:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Theresa May minntist þeirra sem fórust í árásinni í Manchester Sagði árásina viðurstyggilegan heigulshátt. 22. maí 2018 23:49 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08
Klæddist bol með myndum af fórnarlömbunum Söngkonan Katy Perry var í sérstöku dressi til heiðurs fórnarlömbunum í Manchester á góðgerðatónleikunum um helgina. 6. júní 2017 13:30
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53
Theresa May minntist þeirra sem fórust í árásinni í Manchester Sagði árásina viðurstyggilegan heigulshátt. 22. maí 2018 23:49