Fótbolti

Manchester City á bak við þáttöku Girona í bandaríska La Liga leiknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Girona er hluti af stórveldinu City Football Group
Girona er hluti af stórveldinu City Football Group vísir/getty
Eignarhald Manchester City á spænska liðinu Girona er ein helsta ástæða þess að liðið vill taka þátt í fyrsta La Liga leiknum sem leikinn verður á Spáni. Þetta hefur Telegraph eftir forráðamönnum La Liga.

Talsmaður La Liga sagði áætlanir um að leikur Girona og Barcelona í janúar fari fram í Miami enn standa, þrátt fyrir mótmæli spænska knattspyrnusambandsins, spænsku leikmannasamtakanna og FIFA.

City Football Group á og rekur sex fótboltalið, Girona varð það sjötta á síðasta ári.

„Staðreyndin að Girona er hluti af City Football Group er ein af ástæðunum fyrir því að félagið var áhugasamt um að gera eitthvað þessu líkt,“ sagði Joris Evers, fjölmiðlafulltrúi La Liga.

„Við höfum heyrt frá mörgum félögum að þau vilji taka þátt í næstu leikjum á erlendri grundu.“

„Við höfum ekki gefist upp. Að spila leik erlends er gott fyrir alla, líka þá sem segjast vera á móti þessu.“

Telegraph segir forráðamenn Manchester City og City Football Group ekki tala fyrir því að reyna að koma upp svipuðu fyrirkomulagi í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×