Fótbolti

Forseti FIFA ekki hrifinn af La Liga leik í Bandaríkjunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gianni Infantino, forseti FIFA.
Gianni Infantino, forseti FIFA. Vísir/Getty
Forseti FIFA er á móti því að leikir í La Liga verði spilaðir í Bandaríkjunum. Ef áætlanir ganga eftir mun Girona taka á móti Barcelona í „heimaleik“ í Miami.

Forráðamenn La Liga eru búnir að semja um að spila einn deildarleik á hverju tímabili í Bandaríkjunum næstu fimmtán ár.

Byrjað er að vinna að því að leikur Girona og Barcelona verði spilaður í Miami þann 26. janúar.

Leikmannasamtökin á Spáni og spænska knattspyrnusambandið hafa bæði mótmælt þessu og nú hefur Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, sagt sína skoðun á mótinu.

„Ég vil frekar sjá frábæran MLS leik í Bandaríkjunum heldur en La Liga leik,“ sagði Infantino.

„Í fótbolta þá er það almennt þannig að þú spilar heimaleikina þína á heimavelli, ekki í öðru landi.“

Infantino sagði hluti eins og þessa eiga að fylgja ákveðnum reglum og ferlum og FIFA „bíði eftir því að fá eitthvað formlegt og þá munum við skoða þetta.“

Samþykki FIFA er þó ekki nauðsynlegt til þess að leikurinn fari fram í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×