Viðreisn telur sig ekki falla á pólitískt sverð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. október 2018 07:00 Rífleg framúrkeyrsla og undarlegir kostnaðarliðir við að gera upp braggann í Nauthólsvík hefur verið mikið til umræðu. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður borgarráðs telur ekki að flokkur hennar sé að taka skellinn fyrir mál sem eru honum óviðkomandi. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkurrar gremju hafi gætt innan baklands Viðreisnar vegna viðbragða kjörinna fulltrúa flokksins við málum liðinna vikna. Mál braggans í Nauthólsvík svo og starfsumhverfi innan Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og hefur nokkuð mætt á borgarfulltrúum af þeim sökum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í veikindaleyfi og hefur það því oft komið í hlut Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs og oddvita Viðreisnar, og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar og oddvita Pírata, að svara fyrir hönd meirihlutans þegar málin ber á góma. Sem kunnugt er fór Viðreisn í samstarf með síðasta meirihluta, sem samanstóð af Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum, að loknum kosningum í vor. Meðal Viðreisnarmanna hefur því verið fleygt að ekki sé rétt að flokkurinn þurfi að svara fyrir illa unnin verk annarra. Flokkurinn hafi ekki komið að þessum málum og eigi því ekki að falla á sverðið. „Fólk innan flokksins er með margs konar skoðanir á ýmsum málum og okkur finnst eðlilegt að það sé fjölbreytt sýn á hlutina. Við erum ekki með eina ríkisskoðun og teljum eðlilegt að fólk spyrji spurninga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að þau líti ekki svo á málið að þau séu að „falla á sverðið“. Í hvert skipti sem mál braggans víðfræga hafi verið rætt hafi Viðreisn sagt að málið sé alvarlegt og að gera þurfi gangskör í ferlinu þar að baki. „Við höfum ekki afsakað eitt né neitt heldur ítrekað að við teljum þetta alvarlegt. Eitt af stefnumálum Viðreisnar er að sýna gagnsæja og agaða fjármálastjórn. Þegar við fréttum af málinu fórum við fyrst fram á skoðun á því og nú síðast heildarskoðun þannig að ekkert verði skilið eftir. Vinnubrögð okkar eru að fá allt upp á borðið og taka síðan yfirvegaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Þórdís Lóa. Óánægjuraddir hafa einnig heyrst innan raða Pírata en í dag fer fram opinn félags- og borgarafundur um „braggasukkið í Nauthólsvík“. Fundurinn hefst klukkan 13 í höfuðstöðvum flokksins, Tortuga. Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Formaður borgarráðs telur ekki að flokkur hennar sé að taka skellinn fyrir mál sem eru honum óviðkomandi. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkurrar gremju hafi gætt innan baklands Viðreisnar vegna viðbragða kjörinna fulltrúa flokksins við málum liðinna vikna. Mál braggans í Nauthólsvík svo og starfsumhverfi innan Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og hefur nokkuð mætt á borgarfulltrúum af þeim sökum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í veikindaleyfi og hefur það því oft komið í hlut Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs og oddvita Viðreisnar, og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar og oddvita Pírata, að svara fyrir hönd meirihlutans þegar málin ber á góma. Sem kunnugt er fór Viðreisn í samstarf með síðasta meirihluta, sem samanstóð af Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum, að loknum kosningum í vor. Meðal Viðreisnarmanna hefur því verið fleygt að ekki sé rétt að flokkurinn þurfi að svara fyrir illa unnin verk annarra. Flokkurinn hafi ekki komið að þessum málum og eigi því ekki að falla á sverðið. „Fólk innan flokksins er með margs konar skoðanir á ýmsum málum og okkur finnst eðlilegt að það sé fjölbreytt sýn á hlutina. Við erum ekki með eina ríkisskoðun og teljum eðlilegt að fólk spyrji spurninga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að þau líti ekki svo á málið að þau séu að „falla á sverðið“. Í hvert skipti sem mál braggans víðfræga hafi verið rætt hafi Viðreisn sagt að málið sé alvarlegt og að gera þurfi gangskör í ferlinu þar að baki. „Við höfum ekki afsakað eitt né neitt heldur ítrekað að við teljum þetta alvarlegt. Eitt af stefnumálum Viðreisnar er að sýna gagnsæja og agaða fjármálastjórn. Þegar við fréttum af málinu fórum við fyrst fram á skoðun á því og nú síðast heildarskoðun þannig að ekkert verði skilið eftir. Vinnubrögð okkar eru að fá allt upp á borðið og taka síðan yfirvegaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Þórdís Lóa. Óánægjuraddir hafa einnig heyrst innan raða Pírata en í dag fer fram opinn félags- og borgarafundur um „braggasukkið í Nauthólsvík“. Fundurinn hefst klukkan 13 í höfuðstöðvum flokksins, Tortuga. Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58