Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2018 11:33 Eyþór telur Dag skauta heldur léttilega frá eigin ábyrgð vegna umdeilds verks við endurgerð bragga í Nauthólsvik. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sem hefur gagnrýnt ákaft kostnað sem fór fram úr hófi við endurreisn bragga í Nauthólsvík, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar. Vísir greindi frá því í morgun að Dagur vildi fá allt upp á borð hvað varðar þá framkvæmd alla og fordæmir í raun það að kostnaður við verkið hafi farið úr böndunum. „Bíddu,“ segir Eyþór: „Hver er aftur borgarstjóri?“ Eyþór vill með öðrum orðum meina að Dagur beri alla ábyrgð á verkinu, því sem nefnt hefur verið Braggablús í Nauthólsvík. Sá blús virðist nú hafa skipt um takt. Eyþór efnir til umræðu um það á Facebook-síðu sinni í kjölfar fréttar Vísis. Hann birtir mynd af því þegar skrifað var undir í upphafi verks.Eyþór er ekki á því að sleppa Degi ódýrt frá ábyrgð sem hann telur borgarstjóra bera á hinu umdeilda verki.„Hér er einhver að skrifa undir braggaverkefnið fyrir hönd borgarinnar - hvað ætli hann heiti?“ spyr Eyþór háðskur. Og ekki stendur á viðbrögðunum. Einn segir: „Dagur fordæmir sjálfan sig … alveg ný leið í pólitík verð ég að segja.“ Minnihlutinn í borginni, svo sem Eyþór, Vigdís Hauksdóttir Miðflokki og Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins, hafa gagnrýnt kostnaðinn harðlega að undanförnu. En, svo virðist sem þeim lítist lítt á að fá Dag með sér í það lið og/eða finnist sem hann sé að sleppa heldur ódýrt úr hreðjatakinu.Dagur er skipstjórinn og sigldi þessu verkefni þangað sem það fór „Ég held að hann geti ekkert komið sér frá ábyrgð þó hann reyni. Hann er framkvæmdastjóri borgarinnar samkvæmt lögum,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Hann leggur fram fjárhagsáætlun þar sem hann leggur til að farið sé í þetta verk. Sem á að kosta miklu minna en svo varð raun á. Það er hann sjálfur sem skrifar undir samninginn vegna verksins og lætur taka myndir af sér við það tækifæri. Hann er síðan æðsti embættismaður og yfir framkvæmdum borgarinnar. Og síðast en ekki síst, í meira en eitt ár hefur hann séð fundagerðir innkauparáðs þar sem kallað hefur verið eftir skýringum, frá borgarlögmanni og þær hafa enn ekki borist. Þetta allt veit Dagur," segir Eyþór.Finnst þér sem hann sé að sleppa heldur ódýrt frá málinu? „Ég held að hann geti ekki varpað sök á undirmenn sína, hann er skipsstjóri og hefur siglt þessu verkefni þangað sem það fór. Þetta er billegt." Braggamálið Tengdar fréttir Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sem hefur gagnrýnt ákaft kostnað sem fór fram úr hófi við endurreisn bragga í Nauthólsvík, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar. Vísir greindi frá því í morgun að Dagur vildi fá allt upp á borð hvað varðar þá framkvæmd alla og fordæmir í raun það að kostnaður við verkið hafi farið úr böndunum. „Bíddu,“ segir Eyþór: „Hver er aftur borgarstjóri?“ Eyþór vill með öðrum orðum meina að Dagur beri alla ábyrgð á verkinu, því sem nefnt hefur verið Braggablús í Nauthólsvík. Sá blús virðist nú hafa skipt um takt. Eyþór efnir til umræðu um það á Facebook-síðu sinni í kjölfar fréttar Vísis. Hann birtir mynd af því þegar skrifað var undir í upphafi verks.Eyþór er ekki á því að sleppa Degi ódýrt frá ábyrgð sem hann telur borgarstjóra bera á hinu umdeilda verki.„Hér er einhver að skrifa undir braggaverkefnið fyrir hönd borgarinnar - hvað ætli hann heiti?“ spyr Eyþór háðskur. Og ekki stendur á viðbrögðunum. Einn segir: „Dagur fordæmir sjálfan sig … alveg ný leið í pólitík verð ég að segja.“ Minnihlutinn í borginni, svo sem Eyþór, Vigdís Hauksdóttir Miðflokki og Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins, hafa gagnrýnt kostnaðinn harðlega að undanförnu. En, svo virðist sem þeim lítist lítt á að fá Dag með sér í það lið og/eða finnist sem hann sé að sleppa heldur ódýrt úr hreðjatakinu.Dagur er skipstjórinn og sigldi þessu verkefni þangað sem það fór „Ég held að hann geti ekkert komið sér frá ábyrgð þó hann reyni. Hann er framkvæmdastjóri borgarinnar samkvæmt lögum,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Hann leggur fram fjárhagsáætlun þar sem hann leggur til að farið sé í þetta verk. Sem á að kosta miklu minna en svo varð raun á. Það er hann sjálfur sem skrifar undir samninginn vegna verksins og lætur taka myndir af sér við það tækifæri. Hann er síðan æðsti embættismaður og yfir framkvæmdum borgarinnar. Og síðast en ekki síst, í meira en eitt ár hefur hann séð fundagerðir innkauparáðs þar sem kallað hefur verið eftir skýringum, frá borgarlögmanni og þær hafa enn ekki borist. Þetta allt veit Dagur," segir Eyþór.Finnst þér sem hann sé að sleppa heldur ódýrt frá málinu? „Ég held að hann geti ekki varpað sök á undirmenn sína, hann er skipsstjóri og hefur siglt þessu verkefni þangað sem það fór. Þetta er billegt."
Braggamálið Tengdar fréttir Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58