Viðreisn telur sig ekki falla á pólitískt sverð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. október 2018 07:00 Rífleg framúrkeyrsla og undarlegir kostnaðarliðir við að gera upp braggann í Nauthólsvík hefur verið mikið til umræðu. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður borgarráðs telur ekki að flokkur hennar sé að taka skellinn fyrir mál sem eru honum óviðkomandi. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkurrar gremju hafi gætt innan baklands Viðreisnar vegna viðbragða kjörinna fulltrúa flokksins við málum liðinna vikna. Mál braggans í Nauthólsvík svo og starfsumhverfi innan Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og hefur nokkuð mætt á borgarfulltrúum af þeim sökum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í veikindaleyfi og hefur það því oft komið í hlut Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs og oddvita Viðreisnar, og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar og oddvita Pírata, að svara fyrir hönd meirihlutans þegar málin ber á góma. Sem kunnugt er fór Viðreisn í samstarf með síðasta meirihluta, sem samanstóð af Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum, að loknum kosningum í vor. Meðal Viðreisnarmanna hefur því verið fleygt að ekki sé rétt að flokkurinn þurfi að svara fyrir illa unnin verk annarra. Flokkurinn hafi ekki komið að þessum málum og eigi því ekki að falla á sverðið. „Fólk innan flokksins er með margs konar skoðanir á ýmsum málum og okkur finnst eðlilegt að það sé fjölbreytt sýn á hlutina. Við erum ekki með eina ríkisskoðun og teljum eðlilegt að fólk spyrji spurninga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að þau líti ekki svo á málið að þau séu að „falla á sverðið“. Í hvert skipti sem mál braggans víðfræga hafi verið rætt hafi Viðreisn sagt að málið sé alvarlegt og að gera þurfi gangskör í ferlinu þar að baki. „Við höfum ekki afsakað eitt né neitt heldur ítrekað að við teljum þetta alvarlegt. Eitt af stefnumálum Viðreisnar er að sýna gagnsæja og agaða fjármálastjórn. Þegar við fréttum af málinu fórum við fyrst fram á skoðun á því og nú síðast heildarskoðun þannig að ekkert verði skilið eftir. Vinnubrögð okkar eru að fá allt upp á borðið og taka síðan yfirvegaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Þórdís Lóa. Óánægjuraddir hafa einnig heyrst innan raða Pírata en í dag fer fram opinn félags- og borgarafundur um „braggasukkið í Nauthólsvík“. Fundurinn hefst klukkan 13 í höfuðstöðvum flokksins, Tortuga. Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Formaður borgarráðs telur ekki að flokkur hennar sé að taka skellinn fyrir mál sem eru honum óviðkomandi. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkurrar gremju hafi gætt innan baklands Viðreisnar vegna viðbragða kjörinna fulltrúa flokksins við málum liðinna vikna. Mál braggans í Nauthólsvík svo og starfsumhverfi innan Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og hefur nokkuð mætt á borgarfulltrúum af þeim sökum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í veikindaleyfi og hefur það því oft komið í hlut Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs og oddvita Viðreisnar, og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar og oddvita Pírata, að svara fyrir hönd meirihlutans þegar málin ber á góma. Sem kunnugt er fór Viðreisn í samstarf með síðasta meirihluta, sem samanstóð af Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum, að loknum kosningum í vor. Meðal Viðreisnarmanna hefur því verið fleygt að ekki sé rétt að flokkurinn þurfi að svara fyrir illa unnin verk annarra. Flokkurinn hafi ekki komið að þessum málum og eigi því ekki að falla á sverðið. „Fólk innan flokksins er með margs konar skoðanir á ýmsum málum og okkur finnst eðlilegt að það sé fjölbreytt sýn á hlutina. Við erum ekki með eina ríkisskoðun og teljum eðlilegt að fólk spyrji spurninga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að þau líti ekki svo á málið að þau séu að „falla á sverðið“. Í hvert skipti sem mál braggans víðfræga hafi verið rætt hafi Viðreisn sagt að málið sé alvarlegt og að gera þurfi gangskör í ferlinu þar að baki. „Við höfum ekki afsakað eitt né neitt heldur ítrekað að við teljum þetta alvarlegt. Eitt af stefnumálum Viðreisnar er að sýna gagnsæja og agaða fjármálastjórn. Þegar við fréttum af málinu fórum við fyrst fram á skoðun á því og nú síðast heildarskoðun þannig að ekkert verði skilið eftir. Vinnubrögð okkar eru að fá allt upp á borðið og taka síðan yfirvegaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Þórdís Lóa. Óánægjuraddir hafa einnig heyrst innan raða Pírata en í dag fer fram opinn félags- og borgarafundur um „braggasukkið í Nauthólsvík“. Fundurinn hefst klukkan 13 í höfuðstöðvum flokksins, Tortuga. Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58