Innlent

Tveggja ára dómur fyrir hlutdeild í nauðgun

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Hérasdómur Vestfjarða komst að þessari niðurstöðu á miðvikudaginn.
Hérasdómur Vestfjarða komst að þessari niðurstöðu á miðvikudaginn. Vísir/Rósa

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á miðvikudaginn síðastliðinn konu í tveggja ára fangelsi fyrir hlut sinni í nauðgun þroskaskertrar stúlku. Brotið átti sér stað þann 2. október árið 2016 en stúlkan var á barnsaldri. Karlmaður, sem var ákærður var fyrir nauðgunina, lést eftir að málið var þingfest fyrir héraðsdómi. Sá var kærasti konunnar sem hlotið hefur dóm.

Í ákærunni er konan sögð hafa veitt kærasta sínum liðsinni í verknaðinum með því að gefa brotaþola óþekkt lyf og láta hanareykja kannabisefni. Konan neitaði þessu fyrir dómi og segir að samlíf kærasta hennar og brotaþola hafi verið með samþykki beggja aðila.

Auk tveggja ára fangelsisdóms sem konan hlaut er henni gert að greiða 3,6 milljónir króna í sakarkostnað og brotaþola eina milljón króna í miskabætur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.