Hundar í einkaherbergi með flatskjá og hlaupabretti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2018 22:40 Ingvar og Jóhanna Þorbjörg sem eru eigendur nýju einunagrunarstöðvarinnar fyrir gæludýr á bænum Selási í Holta og Landsveit. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Hunda og katta sjónvarp og hlaupabretti eru meðal þess sem dýrin geta notfært sér í nýrri einangrunarstöð fyrir hunda og ketti sem hefur verið opnuð í Holt og Landsveit. Á bænum Selási hafa þau Ingvar Guðmundsson, húsasmíðameistari og Jóhann Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari og lögreglukona opnað glæsilega einangrunarstöð fyrir hunda og ketti. Í henni er pláss fyrir 16 hunda í sérstökum herbergjum með aðgang að útisvæði. „Okkur langaði að byggja upp aðstöðu byggða upp á hugmyndafræði Jóhönnu um það hvernig hundur getur eignast eins þægilegt líf og völ er á, jafnvel þótt hann sé í einangrun“, segir Ingvar.Öll aðstaða á Móseli er til fyrirmyndar. „Já, takk fyrir það, við reyndum bara að gera okkar allra besta. Okkar markmið er að hundunum líði eins og heima hjá sér. Þeir eru með flatskjá og sérstakt hundasjónvarp sem þeir geta horft á. Það er boðið upp á þjálfun á meðan dvöl stendur, það er bara mismunandi eftir því hvernig hund þú ert að flytja inn til landsins hvað hann þarf mikla þjálfun, þannig að hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi“, segir Jóhanna.En hvað fá hundarnir að sjá í sjónvarpinu ?Hundarnir á stöðinni fá sitt eigið herbergi með flatskjá og hundasjónvarpi í þá tuttugu og átta daga sem þeir þurfa að dvelja þar í einangrun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Þeir fá að sjá Magnús Hlyn á Stöð 2,“ segir Jóhanna hlæjandi en Ingvar kemur hér inn í og segir að það verði sérstakt efni hannað fyrir hunda, auk klassískrar tónlistar sem virkar róandi á hundana og skapar stemmingu eins og þeir eiga kannski að venjast heima hjá sér og þá róast þeir. Hundarnir geta líka haldið sér í formi með því að fara á hlaupabretti. „Þeir fá hreyfingu og andlega örvun og allt sem þeir þurfa til að lifa eðlilegu lífi“, segir Jóhanna og bætir við að kettirnir á stöðinni fái risa stóra svítu þar sem þeir geta leikið sér með allskonar bæli og svo fá þeir að sjálfsögðu líka sjónvarp“, segir Jóhanna. Nú þegar er uppbókað í nýju stöðina fram í marsmánuð á næsta ári vegna mikillar aðsóknar en 16 hundar eru teknir inn í einu og þurfa þeir að vera 28 daga í einangrun á stöðinni. Einn köttur getur verið á stöðinni í einu eins og staðan er í dag, en stefnt er á að þeir geti orðið þrír í framtíðinni. Dýr Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Hunda og katta sjónvarp og hlaupabretti eru meðal þess sem dýrin geta notfært sér í nýrri einangrunarstöð fyrir hunda og ketti sem hefur verið opnuð í Holt og Landsveit. Á bænum Selási hafa þau Ingvar Guðmundsson, húsasmíðameistari og Jóhann Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari og lögreglukona opnað glæsilega einangrunarstöð fyrir hunda og ketti. Í henni er pláss fyrir 16 hunda í sérstökum herbergjum með aðgang að útisvæði. „Okkur langaði að byggja upp aðstöðu byggða upp á hugmyndafræði Jóhönnu um það hvernig hundur getur eignast eins þægilegt líf og völ er á, jafnvel þótt hann sé í einangrun“, segir Ingvar.Öll aðstaða á Móseli er til fyrirmyndar. „Já, takk fyrir það, við reyndum bara að gera okkar allra besta. Okkar markmið er að hundunum líði eins og heima hjá sér. Þeir eru með flatskjá og sérstakt hundasjónvarp sem þeir geta horft á. Það er boðið upp á þjálfun á meðan dvöl stendur, það er bara mismunandi eftir því hvernig hund þú ert að flytja inn til landsins hvað hann þarf mikla þjálfun, þannig að hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi“, segir Jóhanna.En hvað fá hundarnir að sjá í sjónvarpinu ?Hundarnir á stöðinni fá sitt eigið herbergi með flatskjá og hundasjónvarpi í þá tuttugu og átta daga sem þeir þurfa að dvelja þar í einangrun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Þeir fá að sjá Magnús Hlyn á Stöð 2,“ segir Jóhanna hlæjandi en Ingvar kemur hér inn í og segir að það verði sérstakt efni hannað fyrir hunda, auk klassískrar tónlistar sem virkar róandi á hundana og skapar stemmingu eins og þeir eiga kannski að venjast heima hjá sér og þá róast þeir. Hundarnir geta líka haldið sér í formi með því að fara á hlaupabretti. „Þeir fá hreyfingu og andlega örvun og allt sem þeir þurfa til að lifa eðlilegu lífi“, segir Jóhanna og bætir við að kettirnir á stöðinni fái risa stóra svítu þar sem þeir geta leikið sér með allskonar bæli og svo fá þeir að sjálfsögðu líka sjónvarp“, segir Jóhanna. Nú þegar er uppbókað í nýju stöðina fram í marsmánuð á næsta ári vegna mikillar aðsóknar en 16 hundar eru teknir inn í einu og þurfa þeir að vera 28 daga í einangrun á stöðinni. Einn köttur getur verið á stöðinni í einu eins og staðan er í dag, en stefnt er á að þeir geti orðið þrír í framtíðinni.
Dýr Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira