Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 15:51 Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016. Vísir/Getty Búist er við því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skili niðurstöðum um lykilþætti í rannsókn sinni á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa fljótlega eftir þingkosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Þrýstingur er sagður á honum að gefa út frekari ákærur eða ljúka rannsókninni ella.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að niðurstöðurnar sem Mueller muni skila tengist því hvort að skýrar vísbendingar hafi verið um að samráð hafi átt sér stað á milli Trump-framboðsins og rússneskra stjórnvalda fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á því. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur umsjón með rannsókninni er sagður hafa þrýst á Mueller um að ljúka rannsókninni sem fyrst. Trump forseti hefur beitt Rosenstein sjálfan gríðarlegum þrýstingi undanfarna mánuði og fundið honum flest til foráttu, jafnt opinberlega sem á bak við luktar dyr. Ekki er þó víst að niðurstöður Mueller verði gerðar opinberar. Bloomberg segir ennfremur að jafnvel þó að Mueller sé tilbúinn að greina umsjónarmanni rannsóknarinnar frá einhverjum niðurstöðum sé ekki þar með sagt að hann hafi lokið rannsókn sinni.Gæti lagt stein í götu rannsóknarinnar eftir kosningar Lítið hefur spurst til rannsóknar Mueller undanfarnar vikur. Talið er að hann muni ekki grípa til neinna aðgerða sem gætu haft áhrif á þingkosningarnar sem fara fram 6. nóvember. Engu að síður hefur á þriðja tug manna verið ákærðir eða játað sök í tengslum við rannsóknina. Þeirra á meðal eru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri hans, Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðsins. Vangaveltur hafa verið um að eftir þingkosningarnar þegar muni Trump láta til skarar skríða gegn rannsókninni sem hann hefur lengi haldið fram að sé „nornaveiðar“. Þannig gæti hann stöðvað rannsóknina eða rekið Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, eða Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Brotthvarf annars þeirra myndi leiða til þess að nýr maður tæki við umsjón rannsóknarinnar hjá dómsmálaráðuneytinu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Búist er við því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skili niðurstöðum um lykilþætti í rannsókn sinni á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa fljótlega eftir þingkosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Þrýstingur er sagður á honum að gefa út frekari ákærur eða ljúka rannsókninni ella.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að niðurstöðurnar sem Mueller muni skila tengist því hvort að skýrar vísbendingar hafi verið um að samráð hafi átt sér stað á milli Trump-framboðsins og rússneskra stjórnvalda fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á því. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur umsjón með rannsókninni er sagður hafa þrýst á Mueller um að ljúka rannsókninni sem fyrst. Trump forseti hefur beitt Rosenstein sjálfan gríðarlegum þrýstingi undanfarna mánuði og fundið honum flest til foráttu, jafnt opinberlega sem á bak við luktar dyr. Ekki er þó víst að niðurstöður Mueller verði gerðar opinberar. Bloomberg segir ennfremur að jafnvel þó að Mueller sé tilbúinn að greina umsjónarmanni rannsóknarinnar frá einhverjum niðurstöðum sé ekki þar með sagt að hann hafi lokið rannsókn sinni.Gæti lagt stein í götu rannsóknarinnar eftir kosningar Lítið hefur spurst til rannsóknar Mueller undanfarnar vikur. Talið er að hann muni ekki grípa til neinna aðgerða sem gætu haft áhrif á þingkosningarnar sem fara fram 6. nóvember. Engu að síður hefur á þriðja tug manna verið ákærðir eða játað sök í tengslum við rannsóknina. Þeirra á meðal eru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri hans, Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðsins. Vangaveltur hafa verið um að eftir þingkosningarnar þegar muni Trump láta til skarar skríða gegn rannsókninni sem hann hefur lengi haldið fram að sé „nornaveiðar“. Þannig gæti hann stöðvað rannsóknina eða rekið Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, eða Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Brotthvarf annars þeirra myndi leiða til þess að nýr maður tæki við umsjón rannsóknarinnar hjá dómsmálaráðuneytinu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00
Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33
Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00