Erlent

Fá Nóbels­verð­laun fyrir ó­næmis­rann­sóknir

Atli Ísleifsson skrifar
James P. Allison og Tasuku Honjo.
James P. Allison og Tasuku Honjo. Mynd/Nóbelsverðlaunin
James P. Allison og Tasuku Honjo fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði í ár fyrir uppgötvun sína á nýrri krabbameinsmeðferð þar sem ónæmiskerfið fæst til að ráðast á krabbameinsfrumur.

Í rökstuðningi sænsku Nóbelsnefndarinnar kemur fram að uppgötvanir þeirra Allison og Honjo hafi leitt til grundvallarbreytingar í krabbameinsmeðferðum.

Allison er Bandaríkjamaður sem starfar sem prófessor við M. D. Anderson Cancer Center í Texas. Japaninn Honjo hefur starfað við Háskólann við Kyoto.

Nóbelsverðlaunin verða afhent í Stokkhólmi þann 10. desember. Á morgun verður tilkynnt um hver hljóti verðlaunin í eðlisfræði, en á miðvikudag í efnafræði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×