Enski boltinn

Hjörvar: Af hverju er líklegra að City verði meistari en Liverpool?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester City og Liverpool virðast vera liðin sem ætla að berjast um Englandsmeistaratitilinn á þessari leiktíð en bæði lið hafa farið mjög vel af stað í deildinni.

Rætt var um þessa meistarakandídata í Messunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi þar sem að því var hent fram að City væri líklegast til að vinna deildina. Hjörvar Hafliðason var ekki sammála því.

„Ég tel að þetta er á milli tveggja liða. Finnst þér City líklegra en Liverpool? Af hverju er City líklegra en Liverpool?“ spurði Hjörvar.

„Ég myndi segja að City sé líklegra en það er alveg raunhæft að Liverpool vinni deildina. Mér finnst þú fullsnemma vera búinn að afskrifa Chelsea,“ svaraði Ríkharður Daðason.

„City er liðið til að vinna en Liverpool er búið að stimpla sig þannig inn að nú trú þeir að þeir geti unnið. Það er er stór áfangi fyrir Liverpool,“ bætti Ríkharður við en liðin mætast um næstu helgi.

„Það verður frábær leikur á Anfield þar sem að Liverpool vann City tvisvar sannfærandi á síðustu leiktíð. Manchester City hefur neitað að breyta um stíl þegar að það mætir Liverpool. Það væri kannski skynsamlegt að bakka aðeins og leyfa þeim að koma en það er ekki þeirra stíll,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×