Enski boltinn

Umboðsmaður Bale settur í bann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bale er á mála hjá Evrópumeisturum Real Madrid
Bale er á mála hjá Evrópumeisturum Real Madrid vísir/getty
Umboðsmaður Gareth Bale og Luke Shaw hefur verið settur í þriggja mánaða bann frá öllu fótboltatengdu athæfi af enska knattspyrnusambandinu.

David Manasseh er stjórnarmaður og annar stofnenda umboðsskrifstofunnar Stellar Group sem meðal annars er með Gareth Bale, Luke Shaw og Jordan Pickford á mála hjá sér.

Hann var í dag settur í þriggja mánaða bann, til 31. desember, og sektaður um 50 þúsund pund fyrir að reyna að fá til sín leikmann undir lögaldri.

Samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins þá mega leikmenn ekki semja við umboðsmenn fyrr en eftir 1. janúar þess árs sem leikmaðurinn verður 16 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×