Enski boltinn

Arsenal goðsögn hjálpar til í C-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wright og Koeman á góðri stundu.
Wright og Koeman á góðri stundu. vísir/getty
Karl Robinson, stjóri Oxford í ensku C-deildinni, hefur gripið í það ráð að kalla á Arsenal-goðsögnina Ian Wright til að hjálpa til.

Oxford hefur gengið skelfilega í C-deildinni það sem af er en þeir hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum er liðið tapaði gegn AFC Wimbledon, 2-1, á laugardaginn.

Robinson og Wright unnu sama hjá MK Dons á sínum tíma en hann sagði eftir tapið gegn Wimbledon á laugardaginn að hann myndi ná í þá aðstoð sem þurfi.

Wright á að hjálpa framherjum Oxford sem hafa verið ískaldir fyrir framan markið undanfarnar vikur en Robinson hefur einnig hringt í Robbie Fowler um að kíkja á æfingar hjá Oxford á næstu vikum til þess að hjálpa til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×