Bólivía dæmd til að vera áfram landlukin Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 23:09 Evó Morales, forseta Bólivíu, var ekki skemmt þegar úrskurður dómstólsins var kveðinn upp. Vísir/EPA Alþjóðasakamáladómstóllinn batt enda á rúmlega aldargamla deilu Síle og Bólivíu um hluta Kyrrahafsstrandarinnar sem Bólivíumenn töpuðu í stríði ríkjanna á 19. öld. Niðurstaðan þýðir að Bólivía verður áfram landlukt ríki. Síle sigraði Bólivíu í stríði ríkjanna árið 1884 og lagði þá undir sig um 120.000 ferkílómetra lands, þar á meðal um 400 kílómetra af strandlengju sem hafði verið eini hluti Bólivíu sem lá að sjó. Bólivíumenn hafa æ síðan gert tilkall til þess að Sílemenn veiti þeim aðgang að hafinu. Halda þeir því meðal annars fram að það hamli efnahagslegum vexti að vera upp á Síle komnir með vöruflutninga sjóleiðina. Bólivísk stjórnvöld fóru með deiluna fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn í Haag árið 2013 og kvað hann upp úrskurð sinn í gær. Samkvæmt dómnum ber Sílemönnum engin skylda til að semja við Bólivíumenn um aðgang að sjó. Úrskurðurinn er endanlegur og bindandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evó Morales, forseti Bólivíu, er engu að síður ekki af baki dottinn og heitir því að Bólivía muni aldrei gefast upp í deilunni. Sebastián Piñera, forseti Síle, fagnaði hins vegar úrskurðinum og lagði áherslu á að landi hans bæri engin skylda til að semja við nágrannana. Dómarinn í málinu sagðist hins vegar vona að ríkin gæti náð einhvers konar samkomulagi með vilja beggja. Þrátt fyrir fjarlægðina frá hafinu heldur Bólivía út litlum sjóher og fagnar degi hafsins á hverju ári. Bólivía Chile Suður-Ameríka Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Alþjóðasakamáladómstóllinn batt enda á rúmlega aldargamla deilu Síle og Bólivíu um hluta Kyrrahafsstrandarinnar sem Bólivíumenn töpuðu í stríði ríkjanna á 19. öld. Niðurstaðan þýðir að Bólivía verður áfram landlukt ríki. Síle sigraði Bólivíu í stríði ríkjanna árið 1884 og lagði þá undir sig um 120.000 ferkílómetra lands, þar á meðal um 400 kílómetra af strandlengju sem hafði verið eini hluti Bólivíu sem lá að sjó. Bólivíumenn hafa æ síðan gert tilkall til þess að Sílemenn veiti þeim aðgang að hafinu. Halda þeir því meðal annars fram að það hamli efnahagslegum vexti að vera upp á Síle komnir með vöruflutninga sjóleiðina. Bólivísk stjórnvöld fóru með deiluna fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn í Haag árið 2013 og kvað hann upp úrskurð sinn í gær. Samkvæmt dómnum ber Sílemönnum engin skylda til að semja við Bólivíumenn um aðgang að sjó. Úrskurðurinn er endanlegur og bindandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evó Morales, forseti Bólivíu, er engu að síður ekki af baki dottinn og heitir því að Bólivía muni aldrei gefast upp í deilunni. Sebastián Piñera, forseti Síle, fagnaði hins vegar úrskurðinum og lagði áherslu á að landi hans bæri engin skylda til að semja við nágrannana. Dómarinn í málinu sagðist hins vegar vona að ríkin gæti náð einhvers konar samkomulagi með vilja beggja. Þrátt fyrir fjarlægðina frá hafinu heldur Bólivía út litlum sjóher og fagnar degi hafsins á hverju ári.
Bólivía Chile Suður-Ameríka Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira