Enski boltinn

Gylfi hvíldur er Everton datt út úr deildarbikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Southampton fagna marki Ings.
Leikmenn Southampton fagna marki Ings. vísir/getty
Everton er úr leik í enska deildarbikarnum, Carabao-Cup, eftir tap gegn Southampton í vítaspyrnukeppni á Goodison Park í kvöld.

Danny Ings kom Southampton yfir í fyrri hálfleik en Theo Walcott skaut leiknum í vítaspyrnukeppni með jöfnunarmarki þremur mínútum fyrir leikslok.

Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar hafði Southampton betur eftir að Richarlison skaut yfir og Angus Gunn varði vítaspyru Theo Walcott.

Southampton því komið áfram í næstu umferðina þar sem liðið mætir Leicester í 16-liða úrslitunum en Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahóp Everton í kvöld. Hann var hvíldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×