Enski boltinn

Upphitun fyrir helgina: Gylfi funheitur og Lukaku skorar alltaf gegn Newcastle

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar einu marki sínu um síðustu helgi.
Gylfi fagnar einu marki sínu um síðustu helgi. vísir/getty
Áttunda umferðin í enska boltanum hófst í gærkvöldi er Brighton vann 1-0 sigur á West Ham með marki frá hinum ólseiga Glenn Murray.

Gylfi Sigurðsson hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum en það er meira en hann skoraði í sautján leikjum á undan því. Þar skoraði hann einungis tvö mörk.

Manchester United er í vandræðum en Romelu Lukaku er yfirleitt funheitur gegn Newcastle en United mætir einmitt Newcastle um helgina.

Aron Einar Gunnarsson verður væntanlega ekki klár um helgina er Cardiff spilar við Tottenham á útivelli um helgina.

Á sunnudaginn er svo stórleikur helgarinnar er Liverpool og Manchester City mætast en flautað verður til leiks klukkan 15.30.

Þú getur kíkt á góða upphitun fyir umferðina í spilaranum hér efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×