Enski boltinn

Gerrard um stórleikinn: „Bestu liðin eins og taflan sýnir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gerrard glaður eftir sigur Rangers gegn Rapid Wien í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið.
Gerrard glaður eftir sigur Rangers gegn Rapid Wien í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið. vísir/getty
Steven Gerrard, núverandi stjóri Rangers og goðsögn hjá Liverpool, segir að fólk eigi ekki að missa af stórleik helgarinnar er Liverpool og Manchester City mætast.

Liðin eru tvö efstu lið Englands um þessar mundir og segir Gerrard að það sé heimsklassa leikmenn í hverri stöðu. Flautað verður til leiks klukkan 15.30 á sunnudag.

„Ég held að þetta sé stór leikur fyrir bæði lið og ekta leikur sem er bara 50/50 hvort liðið vinnur,” sagði Gerrard á blaðamannafundi í gær.

„Þeir hafa verið bestu liðin á Englandi eins og taflan sýnir. Það eru heimsklassa leikmenn í hverri einustu stöðu og þetta er leikur sem þú getur ekki misst af.”

„Það eru heillandi einvígi alls staðar á vellinum og svo ertu með tvo heimsklassa stjóra. Það hafa verið mörg mörk í síðustu leikjum þessara liða en við getum því miður ekki horft.”

„Við erum með enn stærri leik til þess að einbeita okkur að, leik í deildinni gegn Heart, en ég er viss um að það verði margir að fylgjast með þessum leik. Þetta ætti að verða klassísk snilld,” sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×