Enski boltinn

Mourinho nýtur stuðnings stjórnar Manchester United

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Gleðin hefur verið meiri hjá Manchester United
Gleðin hefur verið meiri hjá Manchester United Vísir/Getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United nýtur stuðnings stjórnar félagsins þráttt fyrir slæm úrslit að undanförnu og verður því að öllum líkindum ekki rekinn frá félaginu.



Manchester United fær Newcastle í heimsókn á Old Trafford í dag. Takist liðinu ekki að vinna verður það aðeins í annað skiptið í tuttugu ár þar sem Manchester United er sigurlaust í fimm leikjum í röð.



Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Mourinho hjá United og vilja margir stuðningsmenn að Portúgalinn fái að fjúka.



Rauðu djöflarnir töpuðu gegn West Ham síðustu helgi, 3-1 og er þetta versta byrjun þeirra í deildinni í 29 ár.



Einnig hefur mikið verið rætt og ritað um samband Mourinho og miðjumannsins Paul Pogba en það á að vera ansi stirrt.



Framundan er erfið törn hjá United. Eftir leikinn í dag mæta þeir Chelsea, Juventus tvisvar í Meistaradeildinni og nágrönnum sínum í Manchester City í næstu sex leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×