Enski boltinn

Klopp: Manchester City er mesti kraftur heimsfótboltans

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Liverpool og Manchester City mætast í stórleik helgarinnar á morgun
Liverpool og Manchester City mætast í stórleik helgarinnar á morgun Vísir/Getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool segir að lið sitt þurfi að sigra mesta kraft fótboltans í Manchester City ef þeir ætli að verða meistari á þessu tímabili.



Liðin mætast í stórleik helgarinnar á morgun en liðin eru jöfn á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig. Aðeins markatala skilur að liðin en Manchester City er með betri markatölu en Liverpool.



Klopp segir hins vegar að fjárhagslegur styrkur Manchester City og leiðtogahæfni Pep Guardiola geri liðið að mesta krafti fótboltans.



„Þeir eru svo sterkir. Liðið sem þeir eru með, peningarnir og stjórinn þeirra er stórkostlegt. Þetta er góð samblanda,“ sagði Klopp.



„Þetta er mesti krafturinn í fótboltanum þessa stundina, ásamt PSG.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×