Erlent

Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Páfinn hefur gefið leyfi fyrir rannsókn sem ætlað er að varpa ljósi á hvernig háttsettur kardináli innan kaþólsku kirkjunnar reis upp metorðastigann þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir um kynferðislega óviðeigandi hegðun.
Páfinn hefur gefið leyfi fyrir rannsókn sem ætlað er að varpa ljósi á hvernig háttsettur kardináli innan kaþólsku kirkjunnar reis upp metorðastigann þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir um kynferðislega óviðeigandi hegðun.
Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir „ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. AP greinir frá þessu.Vatíkanið gaf í dag út yfirlýsingu þar sem það sagðist meðvitað um að rannsókn sem þessi gæti leitt í ljós sönnunargögn þess efnis að „ákvarðanir í málinu hafi ekki verið samhljóða samskonar málum samtímans.“Vatíkanið kvaðst þó muna „fylgja vegi sannleikans, hvert sem hann leiðir.“Frans páfi hefur áður verið sakaður um að hafa vitað af ásökunum í garð McCarrick, sem nú er sestur í helgan stein, en veitt honum uppreist æru árið 2013 þrátt fyrir það. Páfinn sagðist ekki vilja tjá sig um þær ásakanir.Samkvæmt heimildum AP hefur Vatíkanið haft af því vitneskju að McCarrick hefði verið ásakaður um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta til þess að sofa hjá sér síðan árið 2000.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.