Enski boltinn

Einungis Sané, De Bruyne og Sterling gert betur en Jóhann Berg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg í baráttunni í dag.
Jóhann Berg í baráttunni í dag. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp enn eitt markið fyrir Burnley í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Huddersfield á heimavelli.

Fyrirgjöf Jóhanns rataði beint á kollinn á Sam Vokes sem kom Burnley yfir á tuttugu mínútu en Christopher Schindler jafnaði fyrir Huddersfield í síðari hálfleik.

Jóhann Berg hefur verið funheitur fyrir Burnley á tímabilinu sem og því síðasta. Hann hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins og það sést á tölfræðinni.

Frá því í byrjun síðasta tímabils hefur Jóhann Berg lagt up tólf mörk. Einungis þrír leikmenn Englandsmeistarana í man. City hafa gert betur; Leroy Sane (17), Kevin De Bruyne (16) og Raheem Sterling (13).

Magnaður Jóhann sem er nú á leið í landsliðsverkefni með Íslandi en Ísland mætir Frakklandi í æfingarleik og svo Sviss í Þjóðadeild UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×