Erlent

Fjórar systur á leið í afmæli þeirrar yngstu dóu

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan hefur ekki sagt hve hratt bílnum hafi verið ekið né hvort að farþegar limmósínunnar hafi verið í bílbeltum.
Lögreglan hefur ekki sagt hve hratt bílnum hafi verið ekið né hvort að farþegar limmósínunnar hafi verið í bílbeltum. AP/Hans Pennink
Íbúar á svæðinu þar sem tuttugu manns dóu í umferðarslysi í New York ríki í gær hafa lengi kvartað yfir veginum þar sem slysið varð. Átján manns sem voru í limmósínu á leið í afmæli dóu þegar bílnum var ekið á kyrrstæðan bíl við verslun. Tveir dóu þegar þeir urðu fyrir limmósínunni á bílastæðinu við verslunina.

Limmósínunni var ekið yfir stöðvunarskyldu en lögreglan hefur ekki sagt hve hratt bílnum hafi verið ekið né hvort að farþegar limmósínunnar hafi verið í bílbeltum.

Í limmósínunni voru meðal annars fjórar systur og vinir þeirra. Þau voru á leið í afmælisveislu yngstu systurinnar en hópurinn var að halda upp á þrítugsafmæli hennar.

Hér má sjá hvernig aðstæður á slysstaðnum eru. Limmósínunni var ekið niður langa brekku í átt að umræddum gatnamótum. Smellið á rauðu hringina til að fá frekari upplýsingar.





 

Talið er að um mannskæðasta bílsslys Bandaríkjanna frá árinu 2005 sé að ræða, samkvæmt AP fréttaveitunni

Framkvæmdastjóri verslunarinnar sem slysið varð við segir að gatnamótin hafi verið endurgerð árið 2008, í kjölfar banaslyss. Síðan þá hafi þó fjölmörg slys orðið á þeim. Þá veit hún til þess að þrír vöruflutningabílar hafi farið yfir gatnamótin á miklum hraða og á túnið við verslunina.

„Við höfum verið að kalla eftir breytingum í mörg ár,“ sagði Jessica Kirby.

Rætt við frænku systranna. Blaðamannafundur lögreglu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×