Rúnar Alex: Frakkaleikurinn verður gott próf fyrir okkur Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar 9. október 2018 08:30 Rúnar Alex á hóteli landsliðsins í gær. Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir franska liðsins Dijon síðasta sumar og er nú mættur í landsleik gegn Frökkum sem fram fer í Guingamp á fimmtudag. „Ég er búinn að vera svo stutt í Frakklandi þannig að ég lít ekki alveg á mig sem Frakka enn þá. Það væri annað ef þessi leikur hefði verið í Danmörku þar sem ég var lengur þar. Þetta er svona venjulegt finnst mér,“ segir Rúnar Alex yfirvegaður á hóteli íslenska liðsins í Saint-Brieuc í gær. Markvörðurinn er að sögn sleipur í frönsku þó svo hann vilji nú ekki hæla sér of mikið fyrir hana. „Það gengur hægt og ég er nýbyrjaður í tímum. Ég hef verið að rifja upp það sem ég lærði áður. Mér gengur vel að skilja en það er erfiðara að tala. Ég var með fínan grunn frá því er ég bjó í Belgíu og svo tók ég auðveldu leiðina í framhaldsskóla með því að taka aukaáfanga í frönsku.“ Þó svo gengi Dijon hafi verið upp og ofan þá hefur Rúnar Alex verið að spila mjög vel og vakið athygli í franska boltanum fyrir sína frammistöðu. „Mér persónulega hefur gengið ágætlega þó svo liðið sé að hiksta. Mér líður mjög vel í borginni og hjá liðinu,“ segir markvörðurinn en hver helst munurinn á því að spila í Frakklandi og Danmörku? „Hraðinn myndi ég segja. Menn eru líkamlega sterkari og fljótari hér. Gæðalega eru þeir betri og betri lið í deildinni. Þá er meiri hraði á öllu og maður þarf að vera á tánum í 90 mínútur. Þetta er hörkudeild og gaman.“ Rúnar Alex er efstur á blaði yfir arftaka Hannesar Þórs Halldórssonar í marki íslenska liðsins og vonast eftir því að fá að spila gegn Frökkum. „Þetta verður erfitt og gott próf fyrir okkur. Þetta er æfingaleikur og því kannski auðveldara að setja mig í liðið. Þjálfarinn hefur samt bara fengið tvo leiki og vill kannski spila á því liði sem hann þekkir og treystir. Ég mun virða þá ákvörðun sem þjálfararnir taka.“ Fótbolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir franska liðsins Dijon síðasta sumar og er nú mættur í landsleik gegn Frökkum sem fram fer í Guingamp á fimmtudag. „Ég er búinn að vera svo stutt í Frakklandi þannig að ég lít ekki alveg á mig sem Frakka enn þá. Það væri annað ef þessi leikur hefði verið í Danmörku þar sem ég var lengur þar. Þetta er svona venjulegt finnst mér,“ segir Rúnar Alex yfirvegaður á hóteli íslenska liðsins í Saint-Brieuc í gær. Markvörðurinn er að sögn sleipur í frönsku þó svo hann vilji nú ekki hæla sér of mikið fyrir hana. „Það gengur hægt og ég er nýbyrjaður í tímum. Ég hef verið að rifja upp það sem ég lærði áður. Mér gengur vel að skilja en það er erfiðara að tala. Ég var með fínan grunn frá því er ég bjó í Belgíu og svo tók ég auðveldu leiðina í framhaldsskóla með því að taka aukaáfanga í frönsku.“ Þó svo gengi Dijon hafi verið upp og ofan þá hefur Rúnar Alex verið að spila mjög vel og vakið athygli í franska boltanum fyrir sína frammistöðu. „Mér persónulega hefur gengið ágætlega þó svo liðið sé að hiksta. Mér líður mjög vel í borginni og hjá liðinu,“ segir markvörðurinn en hver helst munurinn á því að spila í Frakklandi og Danmörku? „Hraðinn myndi ég segja. Menn eru líkamlega sterkari og fljótari hér. Gæðalega eru þeir betri og betri lið í deildinni. Þá er meiri hraði á öllu og maður þarf að vera á tánum í 90 mínútur. Þetta er hörkudeild og gaman.“ Rúnar Alex er efstur á blaði yfir arftaka Hannesar Þórs Halldórssonar í marki íslenska liðsins og vonast eftir því að fá að spila gegn Frökkum. „Þetta verður erfitt og gott próf fyrir okkur. Þetta er æfingaleikur og því kannski auðveldara að setja mig í liðið. Þjálfarinn hefur samt bara fengið tvo leiki og vill kannski spila á því liði sem hann þekkir og treystir. Ég mun virða þá ákvörðun sem þjálfararnir taka.“
Fótbolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira