Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2018 08:38 Tími Thersesu May sem leiðtoga Íhaldsflokksins hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hún hefur þurft að glíma við nær stanslausa uppreisn vegna Brexit. Vísir/EPA Að minnsta kosti fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir tilbúnir að greiða atkvæði gegn mögulegum samningi ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr Evrópusambandinu ef þeir telja hann ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við sambandið. Steve Baker, þingmaður Íhaldsflokksins, fullyrti að tugir félaga hans myndu ekki samþykkja samning sem gerði ráð fyrir að Bretlandi héldi áfram í Evrópusamstarfinu að einhverju leyti, þar á meðal innri markaði ESB eða tollabandalagi þess. Baker var áður aðstoðarráðherra í Brexit-málum en sagði af sér til að mótmæla tillögum May.Reuters-fréttastofan segir að ef fjörutíu þingmenn Íhaldsflokksins gengju úr skaftinu við atkvæðagreiðslu um mögulegan Brexit-samning í þinginu yltu örlög hans á þingmönnum Verkamannaflokksins. Þeir hafa gefið til kynna að þeir myndu fella samning sem May bæri á borð fyrir þá. May hefur lagt til að Bretland haldi áfram í fríverslun við Evrópusambandið með því að gangast undir sameiginlegar reglur. Bretar myndu jafnframt taka þátt í Evrópustofnunum sem votta vörur. Þær tillögur hafa farið öfugt ofan í harðlínumenn í Íhaldsflokki hennar. Sumir þeirra hafa jafnvel talað fyrir því að Bretar gangi úr sambandinu án þess að nokkur samningur liggi fyrir, þar á meðal Baker. „Við myndum þurfa að vera óhrædd við að halda áfram án samnings,“ segir Baker. Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Að minnsta kosti fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir tilbúnir að greiða atkvæði gegn mögulegum samningi ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr Evrópusambandinu ef þeir telja hann ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við sambandið. Steve Baker, þingmaður Íhaldsflokksins, fullyrti að tugir félaga hans myndu ekki samþykkja samning sem gerði ráð fyrir að Bretlandi héldi áfram í Evrópusamstarfinu að einhverju leyti, þar á meðal innri markaði ESB eða tollabandalagi þess. Baker var áður aðstoðarráðherra í Brexit-málum en sagði af sér til að mótmæla tillögum May.Reuters-fréttastofan segir að ef fjörutíu þingmenn Íhaldsflokksins gengju úr skaftinu við atkvæðagreiðslu um mögulegan Brexit-samning í þinginu yltu örlög hans á þingmönnum Verkamannaflokksins. Þeir hafa gefið til kynna að þeir myndu fella samning sem May bæri á borð fyrir þá. May hefur lagt til að Bretland haldi áfram í fríverslun við Evrópusambandið með því að gangast undir sameiginlegar reglur. Bretar myndu jafnframt taka þátt í Evrópustofnunum sem votta vörur. Þær tillögur hafa farið öfugt ofan í harðlínumenn í Íhaldsflokki hennar. Sumir þeirra hafa jafnvel talað fyrir því að Bretar gangi úr sambandinu án þess að nokkur samningur liggi fyrir, þar á meðal Baker. „Við myndum þurfa að vera óhrædd við að halda áfram án samnings,“ segir Baker.
Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00
Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40
Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent