Enski boltinn

Pep: Keppinautar okkar eru orðnir sterkari

Dagur Lárusson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri City, segir að keppinautar liðsins í titilbaráttunni séu orðnir sterkari heldur en á síðasta tímabili.

 

Manchester City var með algjöra yfirburði í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en á þessu tímabili virðist annað vera upp á teningnum þar sem bæði Liverpool og Chelsea hafa byrjað tímabilið frábærlega.

 

„Það er mikilvægt að sýna stöðuleika í þessum leikjum. Við erum með jafnmörg stig og á sama tíma á síðasta tímabili, en keppinautar okkar eru orðnir sterkari og farnir að fá betri úrslit.”

 

„Þetta er hinsvegar venjuleg þróun, þegar eitt lið nær þeim hæðum sem við náðum á síðasta tímabili, þá reyna allir hinir að gera allt til þess að ná því liði.”

 

„Arsenal er að koma til baka, Tottenham búið að vinna tvo leiki í röð, Chelsea og Liverpool bæði taplaus og þess vegna er það mikilvægt að einblína á það sem við þurfum að gera.”

 

Manchester City er komið á ný í toppsæti deildarinnar en næstu helgi mætir liðið Liverpool á Anfield þar sem liðinu gekk alls ekki vel á síðasta tímabili.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×