Auknar heimildir til lögreglu á döfinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. september 2018 08:00 Á blaðamannafundi lögreglu um leitina að Birnu Brjánsdóttur kom fram að óskað hefði verið eftir úrskurði um heimild til að skoða farsímanotkun á þeim svæðum þar sem sími Birnu sendi frá sér merki. Fréttablaðið/Anton Brink Lögreglan getur óskað eftir upplýsingum um staðsetningu farsíma fólks sem ekki liggur undir grun um refsivert brot, verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum en hún hyggst leggja til að lögreglu verði fengnar auknar heimildir til að afla upplýsinga um alla farsíma sem staðsettir eru á tilteknum stað og tíma í þágu þágu rannsóknar sakamála. Heimild lögreglu hefur hingað til einskorðast við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki sem rökstuddur grunur er um að notað hafi verið í tengslum við refsivert brot. Með breytingunni myndi lögreglan hins vegar geta krafist upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum um alla síma eða fjarskiptatæki á afmörkuðu svæði og tímabili án þess að eigendur umræddra fjarskiptatækja liggi undir grun um refsiverða háttsemi. Lögregla gæti því fengið fjarskiptaupplýsingar ótal ótilgreindra aðila sem engin tengsl kunna að hafa við þann refsiverða verknað sem til rannsóknar er. „Þær upplýsingar sem lögreglunni verður unnt að nálgast verði þessi lagabreyting samþykkt á Alþingi geta skipt sköpum við rannsókn á ýmiss konar refsiverðri háttsemi og jafnvel flýtt fyrir því að fólk sem saknað er finnist,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hún segir ástæðu til að löggjafinn taki þetta til skoðunar enda megi ráða af dómum Hæstaréttar að gildandi ákvæði sakamálalaga heimili ekki þá upplýsingaöflun sem hér um ræðir og því ástæða til að löggjafinn taki þetta til skoðunar. Þetta rannsóknarúrræði lögreglu telst mjög íþyngjandi og felur í sér undantekningarreglu frá 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs.Lögreglan er vel tækjum búin.vísir/vilhelmÍ dómi Hæstaréttar frá 2012 var því slegið föstu að ekki væri heimilt að verða við svo víðtækri kröfu lögreglu um upplýsingar eins og hér um ræðir. Í umræddu máli var lögregla að rannsaka nauðgun á Þjóðhátíð í Eyjum og ekki lá fyrir hver gerandinn var en við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi í Herjólfsdal mátti sjá karlmann sem svipaði til lýsingar brotaþola á geranda hlaupa frá brotavettvangi og niður á bifreiðastæði í Herjólfsdal. Á upptökunni sást maðurinn tala í síma, skömmu eftir að hið ætlaða brot var framið. Lögregla vildi því freista þess að fá upplýsingar um öll símtöl sem áttu sér stað á umræddu tímabili. Því hafnaði Hæstiréttur sem fyrr segir með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs. Síðan þá hafa dómstólar almennt vísað til þessa fordæmis og synjað áþekkum beiðnum lögreglu. Þó hefur verið brugðið út af þessu eins og gert var þegar leitin að Birnu Brjánsdóttur stóð sem hæst. Örfáum dögum eftir að leitin að Birnu Brjánsdóttur hófst fékk lögreglan dómsúrskurð um afhendingu upplýsinga um alla farsíma sem komu inn á sömu farsímasenda og sími Birnu á tilteknu tímabili; sendi við Mál og menningu, við Lindargötu, mastur á horni Laugavegs og Barónsstígs og að lokum mastur í Laugarnesi. Með úrskurði héraðsdóms var vikið frá þeirri dómaframkvæmd sem fylgt hafði verið til þess tíma með vísan til fordæmis Hæstaréttar frá 2012. Ólíkt því sem venja hefur verið, kærðu fjarskiptafyrirtæki úrskurðinn ekki til Hæstaréttar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Lögreglan getur óskað eftir upplýsingum um staðsetningu farsíma fólks sem ekki liggur undir grun um refsivert brot, verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum en hún hyggst leggja til að lögreglu verði fengnar auknar heimildir til að afla upplýsinga um alla farsíma sem staðsettir eru á tilteknum stað og tíma í þágu þágu rannsóknar sakamála. Heimild lögreglu hefur hingað til einskorðast við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki sem rökstuddur grunur er um að notað hafi verið í tengslum við refsivert brot. Með breytingunni myndi lögreglan hins vegar geta krafist upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum um alla síma eða fjarskiptatæki á afmörkuðu svæði og tímabili án þess að eigendur umræddra fjarskiptatækja liggi undir grun um refsiverða háttsemi. Lögregla gæti því fengið fjarskiptaupplýsingar ótal ótilgreindra aðila sem engin tengsl kunna að hafa við þann refsiverða verknað sem til rannsóknar er. „Þær upplýsingar sem lögreglunni verður unnt að nálgast verði þessi lagabreyting samþykkt á Alþingi geta skipt sköpum við rannsókn á ýmiss konar refsiverðri háttsemi og jafnvel flýtt fyrir því að fólk sem saknað er finnist,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hún segir ástæðu til að löggjafinn taki þetta til skoðunar enda megi ráða af dómum Hæstaréttar að gildandi ákvæði sakamálalaga heimili ekki þá upplýsingaöflun sem hér um ræðir og því ástæða til að löggjafinn taki þetta til skoðunar. Þetta rannsóknarúrræði lögreglu telst mjög íþyngjandi og felur í sér undantekningarreglu frá 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs.Lögreglan er vel tækjum búin.vísir/vilhelmÍ dómi Hæstaréttar frá 2012 var því slegið föstu að ekki væri heimilt að verða við svo víðtækri kröfu lögreglu um upplýsingar eins og hér um ræðir. Í umræddu máli var lögregla að rannsaka nauðgun á Þjóðhátíð í Eyjum og ekki lá fyrir hver gerandinn var en við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi í Herjólfsdal mátti sjá karlmann sem svipaði til lýsingar brotaþola á geranda hlaupa frá brotavettvangi og niður á bifreiðastæði í Herjólfsdal. Á upptökunni sást maðurinn tala í síma, skömmu eftir að hið ætlaða brot var framið. Lögregla vildi því freista þess að fá upplýsingar um öll símtöl sem áttu sér stað á umræddu tímabili. Því hafnaði Hæstiréttur sem fyrr segir með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs. Síðan þá hafa dómstólar almennt vísað til þessa fordæmis og synjað áþekkum beiðnum lögreglu. Þó hefur verið brugðið út af þessu eins og gert var þegar leitin að Birnu Brjánsdóttur stóð sem hæst. Örfáum dögum eftir að leitin að Birnu Brjánsdóttur hófst fékk lögreglan dómsúrskurð um afhendingu upplýsinga um alla farsíma sem komu inn á sömu farsímasenda og sími Birnu á tilteknu tímabili; sendi við Mál og menningu, við Lindargötu, mastur á horni Laugavegs og Barónsstígs og að lokum mastur í Laugarnesi. Með úrskurði héraðsdóms var vikið frá þeirri dómaframkvæmd sem fylgt hafði verið til þess tíma með vísan til fordæmis Hæstaréttar frá 2012. Ólíkt því sem venja hefur verið, kærðu fjarskiptafyrirtæki úrskurðinn ekki til Hæstaréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent