Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 13:53 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. Til stóð að smygla honum út úr sendiráði Ekvador í London og flytja hann til annars ríkis og kom Rússland til greina. Þaðan yrði hann ekki framseldur til Bandaríkjanna. Málið tengist viðleitni yfirvalda Ekvador til að fá Assange viðurkenndan sem erindreka ríkisins svo hann gæti yfirgefið sendiráðið sem hann hefur haldið til í um árabil. Áður höfðu þeir veitt honum ríkisborgararétt og fóru fram á að Bretar veittu honum vernd sem erindreka. Þeirri beiðni var þó hafnað. Að endingu var ákveðið að það fælist of mikil áhætta í að reyna að smygla Assange úr landi, samkvæmt umfjöllun Guardian um málið. Sjá einnig: Veittu Assange ríkisborgararétt Þáverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Lenín Moreno, núverandi forseti Ekvador, hefur lýst því yfir að hann vilji losna við Assange og hefur lokað á aðgang hans að internetinu. Blaðamenn Guardian ræddu við heimildarmenn sem vita af áðurnefndum fundi segja að Rússar hafi boðið Assange hæli þar og einnig kom til greina að hann færi til Ekvador með skipi. Fidel Narváez, fyrrverandi konsúll Ekvador í London, mun hafa verið tengiliður Rússanna við áætlunargerðina en hann kom einnig að flótta Edward Snowden til Rússlands árið 2013. Skömmu fyrir jólin í fyrra ferðaðist Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustu Ekvador, til London og átti hann að vera yfir flóttanum. Hann fór þó aftur til Ekvador um leið og hætt var við áætlunina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því að Assange hafi í það minnsta íhugað að fara til Rússlands. AP sagði frá því fyrr í vikunni að hann hefði ætlað að fara þangað árið 2010. Sjá einnig: Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Ríkisstjórn Ekvador hefur ekki viljað tjá sig um frétt Guardian. Sendiráð Rússlands segir að um falskar fréttir sé að ræða. WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Sjá meira
Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. Til stóð að smygla honum út úr sendiráði Ekvador í London og flytja hann til annars ríkis og kom Rússland til greina. Þaðan yrði hann ekki framseldur til Bandaríkjanna. Málið tengist viðleitni yfirvalda Ekvador til að fá Assange viðurkenndan sem erindreka ríkisins svo hann gæti yfirgefið sendiráðið sem hann hefur haldið til í um árabil. Áður höfðu þeir veitt honum ríkisborgararétt og fóru fram á að Bretar veittu honum vernd sem erindreka. Þeirri beiðni var þó hafnað. Að endingu var ákveðið að það fælist of mikil áhætta í að reyna að smygla Assange úr landi, samkvæmt umfjöllun Guardian um málið. Sjá einnig: Veittu Assange ríkisborgararétt Þáverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Lenín Moreno, núverandi forseti Ekvador, hefur lýst því yfir að hann vilji losna við Assange og hefur lokað á aðgang hans að internetinu. Blaðamenn Guardian ræddu við heimildarmenn sem vita af áðurnefndum fundi segja að Rússar hafi boðið Assange hæli þar og einnig kom til greina að hann færi til Ekvador með skipi. Fidel Narváez, fyrrverandi konsúll Ekvador í London, mun hafa verið tengiliður Rússanna við áætlunargerðina en hann kom einnig að flótta Edward Snowden til Rússlands árið 2013. Skömmu fyrir jólin í fyrra ferðaðist Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustu Ekvador, til London og átti hann að vera yfir flóttanum. Hann fór þó aftur til Ekvador um leið og hætt var við áætlunina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því að Assange hafi í það minnsta íhugað að fara til Rússlands. AP sagði frá því fyrr í vikunni að hann hefði ætlað að fara þangað árið 2010. Sjá einnig: Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Ríkisstjórn Ekvador hefur ekki viljað tjá sig um frétt Guardian. Sendiráð Rússlands segir að um falskar fréttir sé að ræða.
WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Sjá meira