Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2018 08:45 Stefan Löfven, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna, hefur stýrt Svíþjóð frá árinu 2014. Vísir/Getty Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. Fyrsta mál á dagskrá þingsins verður að kjósa nýjan þingforseta, en sá mun ráða miklu um framhaldið þegar kemur að myndun nýrrar stjórnar. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar þar sem hvorug hefðbundnu blokkanna náði meirihluta. Rauðgræna blokkinn tryggði sér 144 þingsæti, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62.Valdamikið embætti Valdabaráttan og þreifingar fulltrúa flokkanna hafa að mestu farið fram á bakvið tjöldin eftir kosningar, en nú verður breyting á. Embætti þingforseta er valdamikið í Svíþjóð, en auk þess að stýra dagskrá þingsins tilnefnir hann forsætisráðherra sem þingið greiðir svo atkvæði um. Þingforsetanum er ætlað að vera hafinn yfir flokkapólitík, en stóru flokkarnir líta á það sem kost að hafa sinn mann í stóli þingforseta við stjórnarmyndun. Aðrir flokkar hafa hafnað því að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en flokkurinn hefur sagst ætla að greiða atkvæða með þingforsetaefni borgaralegu flokkanna. Má því teljast líklegt að Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, verði fyrir valinu sem næsti þingforseti.Kosið um framtíð Löfven Fyrsta mál á dagskrá nýs þingforseta verður að ákvarða dagsetningu um hvenær þingið skuli greiða atkvæði um forsætisráðherra landsins. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram hafi forsætisráðherrann, í þessu tilviki Stefan Löfven, ekki sagt af sér embætti eftir kosningar. Borgaralegu flokkarnir hafa þegar lýst yfir að þeir vilji greiða atkvæði um framtíð Löfven í embætti þegar á morgun. Greiði meirihluti 349 þingmanna þingsins atkvæði gegn Löfven verður hann að víkja. Þar sem borgaralegu flokkarnir eru með einum þingmanni færri en rauðgrænu flokkarnir eru þeir háðir Svíþjóðardemókrötum að koma Löfven frá.Ræðir við leiðtoga Verði Löfven látinn víkja þarf nýr þingforseti að ræða við leiðtoga flokkanna á þingi til að komast að því hvernig landið liggur. Hann tilnefnir svo forsætisráðherra, mann sem hann telur líklegan til að þingið samþykki sem næsta forsætisráðherra. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi, en takist ekki að ná meirihluta ræðir þingforsetinn við leiðtoga flokkanna á ný. Takist þinginu ekki að ná saman um forsætisráðherra í fjórum tilraunum, skal boða til nýrra kosninga. Ljóst er að nokkrar vikur gætu liðið áður en niðurstaða fæst hver muni stýra Svíþjóð næstu fjögur árin. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. Fyrsta mál á dagskrá þingsins verður að kjósa nýjan þingforseta, en sá mun ráða miklu um framhaldið þegar kemur að myndun nýrrar stjórnar. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar þar sem hvorug hefðbundnu blokkanna náði meirihluta. Rauðgræna blokkinn tryggði sér 144 þingsæti, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62.Valdamikið embætti Valdabaráttan og þreifingar fulltrúa flokkanna hafa að mestu farið fram á bakvið tjöldin eftir kosningar, en nú verður breyting á. Embætti þingforseta er valdamikið í Svíþjóð, en auk þess að stýra dagskrá þingsins tilnefnir hann forsætisráðherra sem þingið greiðir svo atkvæði um. Þingforsetanum er ætlað að vera hafinn yfir flokkapólitík, en stóru flokkarnir líta á það sem kost að hafa sinn mann í stóli þingforseta við stjórnarmyndun. Aðrir flokkar hafa hafnað því að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en flokkurinn hefur sagst ætla að greiða atkvæða með þingforsetaefni borgaralegu flokkanna. Má því teljast líklegt að Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, verði fyrir valinu sem næsti þingforseti.Kosið um framtíð Löfven Fyrsta mál á dagskrá nýs þingforseta verður að ákvarða dagsetningu um hvenær þingið skuli greiða atkvæði um forsætisráðherra landsins. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram hafi forsætisráðherrann, í þessu tilviki Stefan Löfven, ekki sagt af sér embætti eftir kosningar. Borgaralegu flokkarnir hafa þegar lýst yfir að þeir vilji greiða atkvæði um framtíð Löfven í embætti þegar á morgun. Greiði meirihluti 349 þingmanna þingsins atkvæði gegn Löfven verður hann að víkja. Þar sem borgaralegu flokkarnir eru með einum þingmanni færri en rauðgrænu flokkarnir eru þeir háðir Svíþjóðardemókrötum að koma Löfven frá.Ræðir við leiðtoga Verði Löfven látinn víkja þarf nýr þingforseti að ræða við leiðtoga flokkanna á þingi til að komast að því hvernig landið liggur. Hann tilnefnir svo forsætisráðherra, mann sem hann telur líklegan til að þingið samþykki sem næsta forsætisráðherra. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi, en takist ekki að ná meirihluta ræðir þingforsetinn við leiðtoga flokkanna á ný. Takist þinginu ekki að ná saman um forsætisráðherra í fjórum tilraunum, skal boða til nýrra kosninga. Ljóst er að nokkrar vikur gætu liðið áður en niðurstaða fæst hver muni stýra Svíþjóð næstu fjögur árin.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03
Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30