Cech: Wenger fannst stíllinn mikilvægari en úrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. september 2018 14:30 Petr Cech. Vísir/Getty Petr Cech átti frábæran leik í marki Arsenal í gær og hélt marki sínu hreinu þegar Everton mætti á Emirates völlin. Markvörðurinn segir leikstíl Arsene Wenger eina af ástæðum titlaleysis Arsenal síðustu ár. Cech kom til Arsenal frá Chelsea árið 2015. Á þeim þremur árum sem Tékkinn hefur verið á Emirates vellinum hefur Arsenal unnið tvo titla, ensku bikarkeppnina einu sinni og Samfélagsskjöldinn einu sinni. Í viðtali sem birtist í breska blaðinu Guardian segir Cech að undir Arsene Wenger, sem hætti sem stjóri Arsenal eftir 22 ár í sumar, hafi áherslan verið of mikil á að spila sérstakan leikstíl í stað þess að hafa fókusinn á úrslitum og titlum. „Að spila eftir „Arsenal leikstílnum“ var stundum mikilvægara en að ná í stig. Þú vinnur deildina ekki þannig,“ sagði Cech. Tékkinn á fjóra Englandsmeistaratitla sem hann vann með Chelsea. „Stundum þarftu að vinna ljótu leikina, þegar þú spilar ekki alveg nógu vel. Loka fyrir og vinna 1-0, sama hvernig þú ferð að því.“ Cech finnst andrúmsloftið hafa breyst síðan Unai Emery tók við og segir æfingarnar erfiðari og liðið nái betri einbeitingu. „Þetta lið hefur ekki unnið deildina í tíu ár svo það er augljóst að við þurfum að læra hvernig á að fara að því. Við byrjum frá grunni með nýjan stjóra og förum inn með hugarfarið að vinna alla leiki,“ sagði Petr Cech. Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Petr Cech átti frábæran leik í marki Arsenal í gær og hélt marki sínu hreinu þegar Everton mætti á Emirates völlin. Markvörðurinn segir leikstíl Arsene Wenger eina af ástæðum titlaleysis Arsenal síðustu ár. Cech kom til Arsenal frá Chelsea árið 2015. Á þeim þremur árum sem Tékkinn hefur verið á Emirates vellinum hefur Arsenal unnið tvo titla, ensku bikarkeppnina einu sinni og Samfélagsskjöldinn einu sinni. Í viðtali sem birtist í breska blaðinu Guardian segir Cech að undir Arsene Wenger, sem hætti sem stjóri Arsenal eftir 22 ár í sumar, hafi áherslan verið of mikil á að spila sérstakan leikstíl í stað þess að hafa fókusinn á úrslitum og titlum. „Að spila eftir „Arsenal leikstílnum“ var stundum mikilvægara en að ná í stig. Þú vinnur deildina ekki þannig,“ sagði Cech. Tékkinn á fjóra Englandsmeistaratitla sem hann vann með Chelsea. „Stundum þarftu að vinna ljótu leikina, þegar þú spilar ekki alveg nógu vel. Loka fyrir og vinna 1-0, sama hvernig þú ferð að því.“ Cech finnst andrúmsloftið hafa breyst síðan Unai Emery tók við og segir æfingarnar erfiðari og liðið nái betri einbeitingu. „Þetta lið hefur ekki unnið deildina í tíu ár svo það er augljóst að við þurfum að læra hvernig á að fara að því. Við byrjum frá grunni með nýjan stjóra og förum inn með hugarfarið að vinna alla leiki,“ sagði Petr Cech.
Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira