Fótbolti

Verkamenn í Katar ekki fengið greitt í marga mánuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
HM 2022 verður glæsilegt en bygging vallanna hefur þegar kostað nokkur mannslíf og svo er ítrekað brotið á verkamönnum.
HM 2022 verður glæsilegt en bygging vallanna hefur þegar kostað nokkur mannslíf og svo er ítrekað brotið á verkamönnum. vísir/getty
Enn berast slæm tíðindi af verkamönnum í Katar sem vinna við að gera allt klárt fyrir HM í fótbolta sem fer fram þar í landi árið 2022.

Amnesty segir að fjöldi verkamanna hafi ekki fengið greidd laun í marga mánuði frá verktökum í fjárhagsvandræðum. Þar af leiðandi sé búið að rústa lífi verkamannanna.

Allt frá því undirbúningur fyrir mótið hófst hafa borist fréttir af slæmum aðbúnaði verkamanna í Katar. Það sé ítrekað brotið á þeim og að þeir fái ekki greidd laun. Það er enn að gerast að því er Amnesty segir.

Að minnsta kosti 78 verkamann frá Nepal, Indlandi og Filipseyjum hafa ekki fengið greidd laun síðustu mánuði en verktakinn segir að það sé vesen með fjárstreymi.

FIFA neitar að taka ábyrgð á þessum brotum.

„Það er engin ástæða til þess að trúa því að þessi brot tengist FIFA eða HM 2022,“ sagði talsmaður FIFA og yfirvöld í Katar neita líka að taka ábyrgð á brotunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×